Heimavöllurinn skráður í Færeyjum en vonast til að spila á Íslandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2024 13:15 Víkingur tryggði sér sæti í Sambansdeildinni í vetur. vísir / diego Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist. Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu. Haraldur er framkvæmdastjóri Íslandsmeistaranna.x / @harharalds Fyrsti heimaleikur Víkings verður gegn Cercle Brugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvember og Djurgarden 12. desember. UEFA leggur áherslu á að allir leikirnir fari fram á sama velli, því kemur ekki til greina að spila á Laugardalsvelli sem verður ekki leikfær í desember. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur og er algjörlega úr myndinni. Framvöllur í Úlfarsárdal uppfyllir ýmsar kröfur en ekki allar og þykir óhentugur. Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks Kópavogsvöllur er að svo stöddu álitlegasti kosturinn, uppfyllir öryggiskröfur en það þyrfti að bæta lýsinguna. Leigður yrði ljósabúnaður, ekki til eignar, sem myndi kosta 35 til 50 milljónir króna. Kostnaður sem Haraldur segir sambærilegan við að flytja liðið þrisvar sinnum til Færeyja og baka. Lokafrestur til að tilkynna heimavöll rann út á föstudag, og Víkingur tilgreindi þar Þórsvöll í Færeyjum, en fékk samþykkt af UEFA að breyta heimavellinum á mánudag ef þess gefst kostur. Þórsvöllur í Færeyjum Staðan er því svo að Víkingur mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í Færeyjum. „Neyðarkall“ var sent út til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir lausnum, Haraldur segir KSÍ hafa hjálpað Víkingi mikið en hvorugur aðili sé fær um að bera kostnaðinn, það verði ríkið og borgin að gera. Viðbrögðin hafi þó verið góð og strax séu hlutir komnir á hreyfingu. Hann trúir ekki öðru en að lausn finnist og íslenskur fótbolti verði spilaður áfram á Íslandi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu. Haraldur er framkvæmdastjóri Íslandsmeistaranna.x / @harharalds Fyrsti heimaleikur Víkings verður gegn Cercle Brugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvember og Djurgarden 12. desember. UEFA leggur áherslu á að allir leikirnir fari fram á sama velli, því kemur ekki til greina að spila á Laugardalsvelli sem verður ekki leikfær í desember. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur og er algjörlega úr myndinni. Framvöllur í Úlfarsárdal uppfyllir ýmsar kröfur en ekki allar og þykir óhentugur. Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks Kópavogsvöllur er að svo stöddu álitlegasti kosturinn, uppfyllir öryggiskröfur en það þyrfti að bæta lýsinguna. Leigður yrði ljósabúnaður, ekki til eignar, sem myndi kosta 35 til 50 milljónir króna. Kostnaður sem Haraldur segir sambærilegan við að flytja liðið þrisvar sinnum til Færeyja og baka. Lokafrestur til að tilkynna heimavöll rann út á föstudag, og Víkingur tilgreindi þar Þórsvöll í Færeyjum, en fékk samþykkt af UEFA að breyta heimavellinum á mánudag ef þess gefst kostur. Þórsvöllur í Færeyjum Staðan er því svo að Víkingur mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í Færeyjum. „Neyðarkall“ var sent út til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir lausnum, Haraldur segir KSÍ hafa hjálpað Víkingi mikið en hvorugur aðili sé fær um að bera kostnaðinn, það verði ríkið og borgin að gera. Viðbrögðin hafi þó verið góð og strax séu hlutir komnir á hreyfingu. Hann trúir ekki öðru en að lausn finnist og íslenskur fótbolti verði spilaður áfram á Íslandi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01