Heimavöllurinn skráður í Færeyjum en vonast til að spila á Íslandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2024 13:15 Víkingur tryggði sér sæti í Sambansdeildinni í vetur. vísir / diego Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist. Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu. Haraldur er framkvæmdastjóri Íslandsmeistaranna.x / @harharalds Fyrsti heimaleikur Víkings verður gegn Cercle Brugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvember og Djurgarden 12. desember. UEFA leggur áherslu á að allir leikirnir fari fram á sama velli, því kemur ekki til greina að spila á Laugardalsvelli sem verður ekki leikfær í desember. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur og er algjörlega úr myndinni. Framvöllur í Úlfarsárdal uppfyllir ýmsar kröfur en ekki allar og þykir óhentugur. Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks Kópavogsvöllur er að svo stöddu álitlegasti kosturinn, uppfyllir öryggiskröfur en það þyrfti að bæta lýsinguna. Leigður yrði ljósabúnaður, ekki til eignar, sem myndi kosta 35 til 50 milljónir króna. Kostnaður sem Haraldur segir sambærilegan við að flytja liðið þrisvar sinnum til Færeyja og baka. Lokafrestur til að tilkynna heimavöll rann út á föstudag, og Víkingur tilgreindi þar Þórsvöll í Færeyjum, en fékk samþykkt af UEFA að breyta heimavellinum á mánudag ef þess gefst kostur. Þórsvöllur í Færeyjum Staðan er því svo að Víkingur mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í Færeyjum. „Neyðarkall“ var sent út til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir lausnum, Haraldur segir KSÍ hafa hjálpað Víkingi mikið en hvorugur aðili sé fær um að bera kostnaðinn, það verði ríkið og borgin að gera. Viðbrögðin hafi þó verið góð og strax séu hlutir komnir á hreyfingu. Hann trúir ekki öðru en að lausn finnist og íslenskur fótbolti verði spilaður áfram á Íslandi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu. Haraldur er framkvæmdastjóri Íslandsmeistaranna.x / @harharalds Fyrsti heimaleikur Víkings verður gegn Cercle Brugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvember og Djurgarden 12. desember. UEFA leggur áherslu á að allir leikirnir fari fram á sama velli, því kemur ekki til greina að spila á Laugardalsvelli sem verður ekki leikfær í desember. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur og er algjörlega úr myndinni. Framvöllur í Úlfarsárdal uppfyllir ýmsar kröfur en ekki allar og þykir óhentugur. Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks Kópavogsvöllur er að svo stöddu álitlegasti kosturinn, uppfyllir öryggiskröfur en það þyrfti að bæta lýsinguna. Leigður yrði ljósabúnaður, ekki til eignar, sem myndi kosta 35 til 50 milljónir króna. Kostnaður sem Haraldur segir sambærilegan við að flytja liðið þrisvar sinnum til Færeyja og baka. Lokafrestur til að tilkynna heimavöll rann út á föstudag, og Víkingur tilgreindi þar Þórsvöll í Færeyjum, en fékk samþykkt af UEFA að breyta heimavellinum á mánudag ef þess gefst kostur. Þórsvöllur í Færeyjum Staðan er því svo að Víkingur mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í Færeyjum. „Neyðarkall“ var sent út til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir lausnum, Haraldur segir KSÍ hafa hjálpað Víkingi mikið en hvorugur aðili sé fær um að bera kostnaðinn, það verði ríkið og borgin að gera. Viðbrögðin hafi þó verið góð og strax séu hlutir komnir á hreyfingu. Hann trúir ekki öðru en að lausn finnist og íslenskur fótbolti verði spilaður áfram á Íslandi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01