Kristall Máni bætti markamet U-21 árs landsliðsins: „Fagna þessu og svo held ég bara áfram“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 09:30 Kristall Máni var allt í öllu þegar íslensku drengirnir pökkuðu Dönum saman. Vísir/Anton Brink Kristall Máni Ingason er nú markahæsti leikmaður íslenska U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu frá upphafi. Hann skaust á toppinn með magnaðri þrennu gegn Danmörku á föstudag. Kristall Máni og Emil Atlason voru á toppi listans yfir markahæstu menn liðsins frá upphafi með átta mörk fyrir leikinn gegn Dönum í Víkinni. Kristall Máni gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum 4-2 sigri og er nú kominn með 11 mörk í aðeins 18 leikjum fyrir U-21 árs landsliðið. Fyrsta mark Kristals Mána gegn Dönum var jöfnunarmark Íslands en hann hirti þá boltann af Oscar Fraulo, miðjumanni Utrecht í Hollandi, og lyfti honum svo snyrtilega framhjá Filip Jörgensen, markverði Chelsea, sem stóð vaktina í marki Danmerkur. Annað markið kom af vítapunktinum þegar Kristall Máni kom Íslandi yfir á 73. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Andra Fannars Baldurssonar sem Jörgensen hélt ekki í marki gestanna. Kristall Máni var spurður út í metið að leik loknum. Í viðtali sínu við Vísi sagði hann: „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Kristall Máni getur bætt enn frekar við mörkin 11 í þegar U-21 mætir Wales á þriðjudaginn kemur. Á eftir honum á listanum eru Emil með 8 mörk og svo þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen með 7 mörk hvor. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Fleiri fréttir „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Sjá meira
Kristall Máni og Emil Atlason voru á toppi listans yfir markahæstu menn liðsins frá upphafi með átta mörk fyrir leikinn gegn Dönum í Víkinni. Kristall Máni gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í ótrúlegum 4-2 sigri og er nú kominn með 11 mörk í aðeins 18 leikjum fyrir U-21 árs landsliðið. Fyrsta mark Kristals Mána gegn Dönum var jöfnunarmark Íslands en hann hirti þá boltann af Oscar Fraulo, miðjumanni Utrecht í Hollandi, og lyfti honum svo snyrtilega framhjá Filip Jörgensen, markverði Chelsea, sem stóð vaktina í marki Danmerkur. Annað markið kom af vítapunktinum þegar Kristall Máni kom Íslandi yfir á 73. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna aðeins tveimur mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Andra Fannars Baldurssonar sem Jörgensen hélt ekki í marki gestanna. Kristall Máni var spurður út í metið að leik loknum. Í viðtali sínu við Vísi sagði hann: „Hún er bara ágæt. Maður er náttúrulega búinn að vera í þessu liði lengi og stefnir auðvitað á það að fara í A-landsliðið sem fyrst. Ég fagna þessu og svo held ég bara áfram.“ Kristall Máni getur bætt enn frekar við mörkin 11 í þegar U-21 mætir Wales á þriðjudaginn kemur. Á eftir honum á listanum eru Emil með 8 mörk og svo þeir Hannes Þ. Sigurðsson og Sveinn Aron Guðjohnsen með 7 mörk hvor.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Fleiri fréttir „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Sjá meira