Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 10:39 Svona gæti Búrfellslundur litið út ef verkefnið gengur eftir. Landsvirkjun Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 21. til 28. ágúst, og voru svarendur 1.049 talsins. Í könnuninni var spurt hvort fólk teldi skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þar sögðust 32,9 prósent telja það skipta mjög miklu máli, en 32,1 prósent fremur miklu. Samanlagt voru þeir 11 prósent sem sögðust telja það skipta engu, mjög litlu eða fremur litlu máli, en 23 prósent sögðust telja það í meðallagi mikilvægt. Fólk var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt það væri fyrihugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Þar sögðust 20,5 prósent mjög hlynnt áformunum, en 29,2 prósent frekar hlynnt. Því eru rétt tæp 50 prósent hlynnt áformunum, en 26,8 prósent voru í meðallagi hlynnt eða andvíg, á meðan 23,4 prósent sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg áformunum. Loks var spurt hvort fólk teldi það skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla væri í höndum opinberra aðila. Þar sögðust 50,8 prósent telja það skipta mjög miklu máli, og 24,9 prósent fremur miklu. Kjósendur VG mest á móti en Viðreisnarfólk með Samhliða könnuninni var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem nefndu Miðflokkinn voru hlutfallslega líklegastir til þess að segja aukna orkuöfnlun skipta mjög miklu máli, en þar á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks. Fólk sem gaf upp Pírata er hins vegar líklegast til að telja aukna orkuöflun engu máli skipta. Kjósendur VG voru hlutfallslega líklegastir til að vera mjög andvígir fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi, en stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að vera mjög hlynnt áformunum. Þá er stuðningsfólk Sósíalistaflokksins mest áfram um að vindirkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, en 76,2 prósent þeirra sögðu það skipta mjög miklu máli. Úr hópi Sjálfstæðismanna sögðust 33,3 prósent telja það mjög mikilvægt, en 45,9 prósent Framsóknarmanna. Þegar kemur að öðrum flokkum var hlutfallið alltaf yfir 50 prósent. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita að kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Skoðanakannanir Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 21. til 28. ágúst, og voru svarendur 1.049 talsins. Í könnuninni var spurt hvort fólk teldi skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þar sögðust 32,9 prósent telja það skipta mjög miklu máli, en 32,1 prósent fremur miklu. Samanlagt voru þeir 11 prósent sem sögðust telja það skipta engu, mjög litlu eða fremur litlu máli, en 23 prósent sögðust telja það í meðallagi mikilvægt. Fólk var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt það væri fyrihugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Þar sögðust 20,5 prósent mjög hlynnt áformunum, en 29,2 prósent frekar hlynnt. Því eru rétt tæp 50 prósent hlynnt áformunum, en 26,8 prósent voru í meðallagi hlynnt eða andvíg, á meðan 23,4 prósent sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg áformunum. Loks var spurt hvort fólk teldi það skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla væri í höndum opinberra aðila. Þar sögðust 50,8 prósent telja það skipta mjög miklu máli, og 24,9 prósent fremur miklu. Kjósendur VG mest á móti en Viðreisnarfólk með Samhliða könnuninni var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem nefndu Miðflokkinn voru hlutfallslega líklegastir til þess að segja aukna orkuöfnlun skipta mjög miklu máli, en þar á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks. Fólk sem gaf upp Pírata er hins vegar líklegast til að telja aukna orkuöflun engu máli skipta. Kjósendur VG voru hlutfallslega líklegastir til að vera mjög andvígir fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi, en stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að vera mjög hlynnt áformunum. Þá er stuðningsfólk Sósíalistaflokksins mest áfram um að vindirkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, en 76,2 prósent þeirra sögðu það skipta mjög miklu máli. Úr hópi Sjálfstæðismanna sögðust 33,3 prósent telja það mjög mikilvægt, en 45,9 prósent Framsóknarmanna. Þegar kemur að öðrum flokkum var hlutfallið alltaf yfir 50 prósent. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita að kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Skoðanakannanir Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55