Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2024 00:04 Sigmundur Davíð fann sig knúinn til að minna fólk á stjórn nasista hafi verið það hrikalegasta sem gerst hafi í sögu vestrænnar siðmenningar. Algrími Sigmundar á X-inu er greinilega orðið mjög súrt miðað við þessar áhyggjur hans. Vísir/Arnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira