Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. september 2024 07:03 Tollayfirvöld hafa haldlagt tugi milljóna í reiðufé á landamærunum fyrstu átta mánuði þessa árs. Getty/Vísir Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins. Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins.
Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira