Handtekin grunuð um innbrot á 22 lúxus heimili á Ibiza Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 08:01 Á þessari stillu sést hvernig heimilismaður kemur að þjófunum en honum virðist hafa tekist að reka þá á brott. Guardia Civil Lögregluyfirvöld á Spáni hafa handtekið þrjá, tvo menn og konu, sem eru grunuð um að hafa brotist inn í fjölda íbúða á Ibiza og notað gas til að slæva heimilisfólk. Ránin eru sögð hafa staðið yfir í nokkur ár. Samkvæmt umfjöllun Guardian braust fólkið inn í lúxusíbúðir um miðja nótt, klædd svörtu og með andlit sín hulin. Oft komst það á brott með mikil verðmæti en þegar lögreglu bar að sögðu íbúar svipaða sögu af því að hafa vaknað um morguninn hálf sljóir og utan við sig. Lögreglu fór þá að gruna að þjófarnir beittu gasi áður en þeir létu til skarar skríða. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa rænt að minnsta kosti 22 heimili á Ibiza yfir fimm ára tímabil. #OperacionesGCDetenida una banda de ladrones de viviendas de lujo en Ibiza, utilizaban algún tipo de gas que producía somnolencia para no despertar a los moradores que se encontraban durmiendo en el momento de los roboshttps://t.co/N1NbHM5G2O pic.twitter.com/okc7d9DeA8— Guardia Civil (@guardiacivil) September 1, 2024 Fólkið var handtekið viku eftir innbrot í villu Nick Grimshaw, stjórnanda morgunþáttar Radio 1 á Bretlandseyjum, en hann og fjölskylda hans sváfu á meðan farið var ránshendi um heimilið. Guardian segir þó ekki staðfest að handteknu séu grunuð um það innbrot. Lögregla telur að á umræddum fimm árum hafi verðmæti þýfisins sem fólkið hafði á brott með sér numið um það bil 100 milljóna króna. Þjófarnir náðust eftir að lögreglu tókst að rekja nokkur stolin farartæki. Við húsleit fannst fjöldi hluta sem var saknað eftir innbrotin. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira
Ránin eru sögð hafa staðið yfir í nokkur ár. Samkvæmt umfjöllun Guardian braust fólkið inn í lúxusíbúðir um miðja nótt, klædd svörtu og með andlit sín hulin. Oft komst það á brott með mikil verðmæti en þegar lögreglu bar að sögðu íbúar svipaða sögu af því að hafa vaknað um morguninn hálf sljóir og utan við sig. Lögreglu fór þá að gruna að þjófarnir beittu gasi áður en þeir létu til skarar skríða. Þremenningarnir eru sakaðir um að hafa rænt að minnsta kosti 22 heimili á Ibiza yfir fimm ára tímabil. #OperacionesGCDetenida una banda de ladrones de viviendas de lujo en Ibiza, utilizaban algún tipo de gas que producía somnolencia para no despertar a los moradores que se encontraban durmiendo en el momento de los roboshttps://t.co/N1NbHM5G2O pic.twitter.com/okc7d9DeA8— Guardia Civil (@guardiacivil) September 1, 2024 Fólkið var handtekið viku eftir innbrot í villu Nick Grimshaw, stjórnanda morgunþáttar Radio 1 á Bretlandseyjum, en hann og fjölskylda hans sváfu á meðan farið var ránshendi um heimilið. Guardian segir þó ekki staðfest að handteknu séu grunuð um það innbrot. Lögregla telur að á umræddum fimm árum hafi verðmæti þýfisins sem fólkið hafði á brott með sér numið um það bil 100 milljóna króna. Þjófarnir náðust eftir að lögreglu tókst að rekja nokkur stolin farartæki. Við húsleit fannst fjöldi hluta sem var saknað eftir innbrotin.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Sjá meira