„Við munum ekkert fá mörg svona mörk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:52 Jökull var eðlilega sáttur með stigin þrjú. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega sáttur með leik sinna manna eftir 3-0 sigur gegn FH í 21. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Þrátt fyrir þriggja marka sigur þurftu Stjörnumenn að hafa fyrir hlutunum í kvöld. FH-ingar voru hættulegri framan af leik, en eftir að gestirnir úr Garðabænum komust yfir eftir um klukkutíma leik fór allt að smella fyrir þá bláklæddu. „Við vorum svolítið lengi að aðlaga okkur að því hvernig þeir sátu bara í blokkinni sinni og fórum að reyna erfiða hluti sem endaði með því að við vorum í rauninni að rétta þeim alltaf boltann,“ sagði Jökull í leikslok. „Þetta var mjög erfiður leikur og það er alltaf mjög erfitt að koma hingað. Það er alltaf erfitt að spila á móti FH. Þeir fengu slatta af færum, mikið úr hornspyrnum, svona klafs, og svo spörkum við honum einu sinni bara beint til þeirra og komast í færi.“ „En fyrir utan það og í seinni hálfleik fannst mér okkur líða vel og við vera með tök á leiknum.“ Þá hrósaði Jökull varnarleik sinna manna. „Ég var mjög ánægður með hvað mér fannst þeir skapa lítið seinni hluta leiks. Liðið var bara þétt, en á tímabili í seinni hálfleik föllum við svolítið aftarlega og erum aðeins passívir í varnarleiknum. En við löguðum það og stigum upp og þá bara bættum við við mörkum.“ Mörkin sem Óli Valur og Guðmundur Baldvin skoruðu fyrir Stjörnuna í kvöld komu bæði með skoti fyrir utan teig. Jökull segir að það sé ekki endilega eitthvað sem liðið vilji treysta á, en að það hafi vissulega verið skemmtilegt að sjá boltann syngja í netinu. „Þetta var skemmtilegt. Þetta eru tveir öflugir spyrnumenn og bara öflugir leikmenn. Mér fannst þetta samt bara vera þannig að við værum búnir að vinna fyrir þessu og mér fannst við eiga þetta skilið. En við munum ekkert fá mörg svona mörk, ég held að það sé alveg ljóst.“ Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í efri hlutanum þegar deildinni verður skipt upp. Jökull segir þó að liðið sé bara að einbeita sér að næsta leik, frekar en að vera að horfa á mögulegt Evrópusæti. „Við horfum bara á næsta leik og ætlum að vera betri en við vorum í dag. Við erum að fara að spila á móti Vestra sem er bara erfitt lið að eiga við og brjóta niður og mjög hættulegir fram á við. Þeir eru með öfluga menn þar. Við þurfum bara að vera betri og ef við gerum það þá verð ég sáttur,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti