Helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:01 Víkingur vann samanlagðan 5-0 sigur í einvíginu gegn UE Santa Coloma Vísir/Pawel Víkingar verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í dag. Annað árið í röð er íslenskt lið með í aðalkeppninni. Það hafði aldrei gerst áður. Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía). Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira
Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira