Alfreð hættur með landsliðinu: „Ótrúlega erfitt að kveðja“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 19:26 Alfreð hefur leikið sinn síðasta landsleik. Vísir/Hulda Margrét Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti framherjinn á samfélagsmiðlum sínum í dag, mánudag. Hinn 35 ára gamli Alfreð spilaði alls 73 A-landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk, þar af mark Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. „Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) Einnig var Alfreð hluti af íslenska liðinu sem fór langt á EM í Frakklandi sumarið 2016. „Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um.“ „Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim,“ segir Alfreð að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. ❤️🇮🇸Takk fyrir mig🇮🇸❤️ pic.twitter.com/iTANLxLuK4— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 26, 2024 Alfreð hefur komið um víðan völl á ferli sínum og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er í dag leikmaður Eupen sem spilar í B-deildinni í Belgíu. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Alfreð spilaði alls 73 A-landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk, þar af mark Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi sumarið 2018. „Takk fyrir mig og þær frábæru minningar sem ég hef upplifað með íslenska landsliðinu síðustu 15 árin. Það er ótrúlega erfitt að kveðja eitthvað sem hefur verið svo stór hluti af lífi manns, en ég finn það að tíminn er réttur núna til að stíga til hliðar.“ View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) Einnig var Alfreð hluti af íslenska liðinu sem fór langt á EM í Frakklandi sumarið 2016. „Allar gleðistundirnar munu lifa með mér að eilífu, þar sem hápunktarnir voru auðvita að fara á EM 2016 og HM 2018 með vinum mínum. Upplifanirnar og ógleymanlegu augnablikin eru svo mörg, alveg eins og erfiðu tímanir sem er allt hluti af ferlinu sem mér þykir mjög vænt um.“ „Það er ekkert sem hefur gert mig eins stoltan á ferlinum eins og að spila fyrir Ísland. Hjartans þakkir til allra þjálfara, starfsmanna og leikmanna sem hafa verið hluti af reisunni. Risa þakkir til stuðningsmanna íslenska landsliðsins fyrir stuðninginn og minningarnar saman út um allan heim,“ segir Alfreð að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. ❤️🇮🇸Takk fyrir mig🇮🇸❤️ pic.twitter.com/iTANLxLuK4— Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) August 26, 2024 Alfreð hefur komið um víðan völl á ferli sínum og spilað í Belgíu, Svíþjóð, Hollandi, Spáni, Grikklandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann er í dag leikmaður Eupen sem spilar í B-deildinni í Belgíu.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira