Rúnar ósáttur eftir sárt tap: „Þeir vita það ekki sjálfir“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2024 20:07 Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni í dag. vísir/Diego „Við vitum ekki hvenær á að dæma víti og þeir vita það ekki sjálfir,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, svekktur eftir 2-1 tap gegn KA í mikilvægum slag í Bestu deildinni í dag. Rúnar var sérstaklega óánægður með atvik undir lok leiks, í stöðunni 1-1, þegar boltinn fór í hönd Ívars Arnar Árnasonar í vítateig KA: „Ég er búinn að skoða þetta atvik. Boltinn fer í löppina á varnarmanninum og svo upp í höndina hans. Það er voða lítið sem hann getur gert í því en maður hefur séð dæmt víti á þetta og að því sé sleppt. En boltinn er á leiðinni á okkar sóknarmann sem stendur rétt fyrir framan opið mark og þá auðvitað kallar maður eftir víti. En það er þeirra að meta það og ég virði þeirra skoðun. Þetta er bara ekki nægilega skýrt,“ segir Rúnar sem fékk gult spjald fyrir mótmæli vegna atviksins. Klikkuðu á ögurstundu Í stað þess að Fram fengi víti þá náði KA að tryggja sér sigur í leiknum með dramatísku sigurmarki í blálokin. Það var alls ekki í takti við gang leiksins, að mati Rúnars: „Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, ofan á í flestu og meira með boltann, skapa fullt af góðum stöðum. Í seinni hálfleik var þetta örlítið jafnara en við áttum ekki skilið að tapa þessum leik. Þetta er dýrt, þegar svona atriði koma upp og þér finnst að þér vegið. En við getum ekkert gert í því. Það sem við getum gert er að verjast betur fyrirgjöfum. Við verðum að verjast betur inni í teig en klikkum einu sinni, á síðustu mínútu, og töpum leiknum fyrir vikið. Jafntefli hefði verið allt í lagi en miðað við hvernig leikurinn var fannst mér við eiga að vinna,“ segir Rúnar. Stoltur af mjög löskuðu liði Hann gerði fjölda breytinga á byrjunarliði sínu eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu umferð, en segir ástæður fyrir því: „Við vorum með mjög laskað lið fyrir leikinn en ég er ofboðslega stoltur af liðinu, hvernig við spiluðum og tókum á þessu. Mér fannst við ef eitthvað er vera betri en KA í dag, og miðað við öll okkar forföll er ég sáttur. „Jannik er meiddur, Kyle er meiddur, Tryggvi er meiddur og Tiago er meiddur. Már er farinn til útlanda. Það eru fimm byrjunarliðsmenn hjá mér ekki til taks. Við erum búnir að selja tvo leikmenn til útlanda og sá þriðji er á trial. Það eru töluverð skörð höggvin í okkar hóp og breiddin sem við höfðum hefur minnkað töluvert. Brynjar Gauti var að snúa aftur í dag eftir meiðsli og lék frábærlega, og Alex Freyr var mjög tæpur eftir að hafa verið borinn út af á móti Breiðabliki fyrir nokkrum dögum,“ segir Rúnar. Besta deild karla Fram KA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
Rúnar var sérstaklega óánægður með atvik undir lok leiks, í stöðunni 1-1, þegar boltinn fór í hönd Ívars Arnar Árnasonar í vítateig KA: „Ég er búinn að skoða þetta atvik. Boltinn fer í löppina á varnarmanninum og svo upp í höndina hans. Það er voða lítið sem hann getur gert í því en maður hefur séð dæmt víti á þetta og að því sé sleppt. En boltinn er á leiðinni á okkar sóknarmann sem stendur rétt fyrir framan opið mark og þá auðvitað kallar maður eftir víti. En það er þeirra að meta það og ég virði þeirra skoðun. Þetta er bara ekki nægilega skýrt,“ segir Rúnar sem fékk gult spjald fyrir mótmæli vegna atviksins. Klikkuðu á ögurstundu Í stað þess að Fram fengi víti þá náði KA að tryggja sér sigur í leiknum með dramatísku sigurmarki í blálokin. Það var alls ekki í takti við gang leiksins, að mati Rúnars: „Mér fannst við vera mjög góðir í fyrri hálfleik, ofan á í flestu og meira með boltann, skapa fullt af góðum stöðum. Í seinni hálfleik var þetta örlítið jafnara en við áttum ekki skilið að tapa þessum leik. Þetta er dýrt, þegar svona atriði koma upp og þér finnst að þér vegið. En við getum ekkert gert í því. Það sem við getum gert er að verjast betur fyrirgjöfum. Við verðum að verjast betur inni í teig en klikkum einu sinni, á síðustu mínútu, og töpum leiknum fyrir vikið. Jafntefli hefði verið allt í lagi en miðað við hvernig leikurinn var fannst mér við eiga að vinna,“ segir Rúnar. Stoltur af mjög löskuðu liði Hann gerði fjölda breytinga á byrjunarliði sínu eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu umferð, en segir ástæður fyrir því: „Við vorum með mjög laskað lið fyrir leikinn en ég er ofboðslega stoltur af liðinu, hvernig við spiluðum og tókum á þessu. Mér fannst við ef eitthvað er vera betri en KA í dag, og miðað við öll okkar forföll er ég sáttur. „Jannik er meiddur, Kyle er meiddur, Tryggvi er meiddur og Tiago er meiddur. Már er farinn til útlanda. Það eru fimm byrjunarliðsmenn hjá mér ekki til taks. Við erum búnir að selja tvo leikmenn til útlanda og sá þriðji er á trial. Það eru töluverð skörð höggvin í okkar hóp og breiddin sem við höfðum hefur minnkað töluvert. Brynjar Gauti var að snúa aftur í dag eftir meiðsli og lék frábærlega, og Alex Freyr var mjög tæpur eftir að hafa verið borinn út af á móti Breiðabliki fyrir nokkrum dögum,“ segir Rúnar.
Besta deild karla Fram KA Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira