Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 23:37 Scott Ritter hefur verið álitsgjafi rússnesku ríkisssjónvarpsstöðvarinnar RT. Hann vakti athygli í kringum seinna Íraksstríðið fyrir harða gagnrýni á bandaríska utanríkisstefnu. Vísir/Getty Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira