Örfáir starfsmenn fara inn í Svartsengi til að huga að búnaði Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2024 10:39 Birna segir allt gert til að tryggja öryggi starfsfólks. Enginn fari inn nema með samþykki almannavarna og þeir verktakar sem fari inn á svæðið stoppi bara í stutta stund. Vísir/Vilhelm og Aðsend Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum. Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Orkuverið var rýmt í gær eins og Grindavík. Verktakar á vegum Ístaks voru við vinnu en ekki starfsmenn orkuversins. „Það eru örfáir starfsmenn sem fá að fara inn til að huga að búnaði. Þeir verða þar í stutta stund og fara svo út af svæðinu. Við erum í miklu framkvæmdum í Svartsengi. Það er verið að stækka og endurbæta orkuverið og verktakar voru við störf í gærkvöldi. Þeir rýmdu hratt og örugglega en af því að við erum í miðju verki þá fáum við að fara inn til að athuga með búnað og tæki. Það er hvasst á svæðinu og það er því gert í varúðarskyni, til að koma í veg fyrir að eitthvað skemmist,“ segir Birna. Hún segir vatnslögn HS Orku sem liggi frá Lágum og að vatnstökusvæði í Svartsengi ekki í hættu. „Vatnslögnin er nokkurn veginn samsíða veginum, en er hinum megin við hann. Hraunið stöðvaðist innan við 300 metrum frá veginum í nótt og það virðist því engin hætta stafa frá því sem stendur. Það er mjög gott. Þetta eldgos virðist vera eins heppilegt og getur verið, við þessar aðstæður. Það ógnar ekki byggð í Grindavík og er ekki eins og stendur að ógna innviðum í Svartsengi.“ Í stöðufærslu frá HS Orku sem birt var fyrir stuttu á Facebook kom fram að neyðarstjórn HS Orku sé á vaktinni og sé stýrt frá Reykjanesvirkjun eins og hefur verið gert þegar almannavarnir setja á neyðarstig. Á meðan neyðarstig almannavarna er í gildi er engin starfsemi í Svartsengi. „Það er allt eðlilegt í rekstri orkuversins og þetta hefur engin áhrif haft á starfsemi okkar í þessari atrennu. Það er afskaplega gleðilegt og mikill léttir. En við erum alltaf viðbúin með margar sviðsmyndir og neyðarstjórn er við störf og vaktar ástandið alla daga og nætur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28 Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Vaktin: Dregið úr virkni en gosið ekki náð jafnvægi Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í gær í kjölfar öflugrar skjálftahrinu. Gossprungan er um sjö kílómetra löng en ekki virk alla leiðina. Gossprungan nær norðar en í síðustu gosum. Hraun rennur ekki í átt að Grindavík og eru allir helstu innviðir taldir öruggir eins og er. Rýming er enn í gildi á svæðinu. 23. ágúst 2024 06:28
Fólk farið til vinnu í Svartsengi og Grindavík Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir hraun ekki renna í átt að Grindavík og enga innviði í Svartsengi í hættu eins og er. Hraunið sé enn í um 300 metra fjarlægð frá Grindavíkurvegi og að það ekki ógna vatnslögn HS Orku. 23. ágúst 2024 09:37