Þriggja metra hrauntunga renni í átt að Grindavíkurvegi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. ágúst 2024 22:46 Víðir Reynisson segir líklega langa nótt fram undan hjá viðbragðsaðilum Vísir/Arnar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir eldgosið svipað að stærð og áður en hraunstreymið meira í . Töluverður hraunstraumur stefni í átt að Grindavíkurvegi og hugsanlega að varnargörðum við Bláa lónið. „Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
„Mesti krafturinn og lengingarnar í því eru meira til norðurs, þannig við erum meir hraunstreymi norðar en við höfum verið með frá því kannski í desember,“ segir Víðir í samtali ið fréttastofu. Stðasetning eldgossins sé líkust því sem var í eldgosinu í desember. „Milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells er talsvert mikið hraunstreymi og jafnvel norðan við Stóra-Skógfellið.“ Víðir fyrsta rennsli hraunstraumsins um þrjá metra að breidd. Hann á ekki von á því að hraunið fari yfir varnargarðana að svo stöddu en að líklegt sé að það þurfi að endurmeta stöðuna „eftir fyrstu gusuna“. Hann segir Grindavíkurveginn líklega það fyrsta sem lendi fyrir hraunstraumnum. Víðir segir að rýming hafi gengið afar vel í Grindavík, Svartsengi og í Bláa lóninu. Það hafi verið fáir starfsmenn í Svartsengi og lítil starfsemi. Fram kom í tilkynningu frá Bláa lóninu að um 1.300 gestir og starfsmenn hafi verið á svæðinu. Ekki var talin þörf á að opna fjöldahjálparstöð en Víðir segir Rauða krossinn í nánu samstarfi við viðbragðsaðila og fylgjast vel með. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Það gekk mjög hratt fyrir sig,“ segir Víðir og að það hafi liðið hálftími frá því að fyrstu merki sáust um mögulegt eldgos og þar til eldgosið hófst. „Nú er vísindafólk í þyrluflugi að meta og mynda og þeim gögnum er streymt til þeirra sem gera fyrir okkur hraunhermilíkön,“ segir hann og að fyrstu niðurstöður úr því komi á næstu klukkustundum. Þá viti þau betur hvað gerist næst og hvert hraunið streymi. Þá sé hægt að gera plön fyrir næstu skref. „Eins og staðan er núna er rýmingu lokið og enginn í hættu. Hraunstreymið ógnar ekki enn þá varnargörðunum,“ segir Víðir og að hann eigi alveg von á því að það gerist seinna. Það hafi þurft að bregðast við því í fyrri eldgosum og það verði líklega þannig líka núna. Hann segir að á staðnum sé töluvert af búnaði en að almannavarnir verði að sjá hvernig hraunstraumurinn þróast eftir þennan fyrsta fasa eldgossins. „Við vitum það líka alveg að náttúran er ekki alltaf fyrirsjáanleg,“ segir Víðir og að nóttin verði líklega löng hjá viðbragðsaðilum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43 Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Sjáðu sprunguna opnast Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 í kvöld en öflug jarðskjálftahrina hófst kl. 20:48. 22. ágúst 2024 22:43
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27
Um 1.300 manns í og við Bláa lónið þegar gosið hófst Um 1.300 manns, bæði gestir og starfsfólk, voru í Bláa lóninu við Svartsengi í kvöld þegar rýming hófst vegna eldgossins sem hófst við Sýlingarfell á tíunda tímanum í kvöld. 22. ágúst 2024 22:23