Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2024 22:27 Björgunarsveitarmenn við lokunarpóst við Grindavíkurveg í kvöld. Vísir/Vilhelm Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira