„Snýst um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2024 20:31 Arnar Gunnlaugsson gat leyft sér að fagna eftir leik kvöldsins þrátt fyrir að hans menn hafi klikkað á tveimur vítaspyrnum. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir það vera skrýtna tilfinningu að hafa unnið 5-0 stórsigur gegn Santa Coloma í forkeppni Sambandsdeildarinnar, en hugsa samt eftir leik að sigurinn hafi getað verið mun stærri. „Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
„Þetta var furðulegur leikur. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ellefu á móti ellfu vorum við frábærir,“ sagði Arnar í leikslok. „Svo fengum við vítið og urðum manni fleiri, en því miður klúðruðum við vítinu. En við vorum ekkert að hengja haus, við héldum áfram. En þetta var virkilega furðulegur leikur með öll þessi víti og þeir misstu bara hausinn í seinni hálfleik eins og okkur grunaði. Þeir voru að fara út úr stöðum og buðu okkur upp á algjöra veislu. Þannig að 5-0 er mjög gott veganesti.“ Þrátt fyrir þennan stórsigur segir Arnar þó að líklega hefðu hans menn átt að vinna enn stærra, enda fóru tvö víti forgörðum. „Maður var alveg gráðugur í seinni hálfleik, en við töluðum líka um það að reyna ekki að gera tíu mörk í hverri sókn og reyna að vanda okkur, sýna aga og bíða eftir réttu tækifærunum, réttu fyrirgjöfunum og réttu færunum. Þannig ég í raun gæti ekki verið ánægðari.“ „Eins og ég sagði þá fannst mér fyrri hálfleikur bara virkilega vel spilaður. Við herjuðum vel á þá og það kom svona alda af sóknum þar sem við náðum að halda við margar sóknir miðað við fyrri Evrópuleiki þar sem leið langt á milli sókna. Við vorum að ná fyrirgjöfum og góðum færslum. Kantmennirnir voru ferskir og við náðum að spila okkar leik og halda okkar tempói.“ Þá segir hann að Víkingsliðið muni mæta með aðrar áherslur í seinni leikinn sem fram fer eftir viku og að mögulega fái einhverjir leikmenn hvíld. „Seinni leikurinn snýst bara um að halda góðum aga og skipulagi og ekki láta leiða okkur út í einvherja vitleysu. Við þurfum að æfa okkur að verða gott Evrópulið á útivelli og að stjórna leikjum eins vel og mögulegt er. Við erum komnir langleiðina með þetta, en þetta er ekki alveg búið.“ „Mögulega fá einhverjir hvíld í seinni leiknum. Það er náttúrulega leikur á móti Val nokkrum dögum seinna þannig það verður mögulega skoðað. Kannski einhverjir sem verða tæpir fyrir þann leik. En í augnablikinu snýst þetta um að hleypa þessu ekki í neina vitleysu og klára þetta með sæmd,“ sagði Arnar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira