Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2024 20:42 Kortavelta ferðamanna og Íslendinga hér á landi hefur verið mun meiri undanfarin misseri samkvæmt nýrri greiningu en áður var talið. Allt stefnir í að hagvöxtur á síðasta ári og þessu verði meiri en spár gerðu ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Erfiðlega hefur reynst að ná niður verðbólgu frá því hún reis mest í 10,2 prósent í febrúar í fyrra. Mikil verðbólga hefur haldið megivöxtum Seðlabankans í hæstu hæðum í eitt ár og flestir telja litlar líkur á að hann lækki vextina á morgun. Meginástæða verðbólgunnar eru mikil umsvif í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir gífurlegan þrótt í efnahagslífinu og hagvöxtur væri enn og aftur að reynast meiri en spár gerðu ráð fyrir.Stöð 2/Einar „Við erum með gríðarlega sterka efnahagsvél á Íslandi. Við höfum um margra ára skeið vaxið umfram nágrannalöndin. Við virðumst enn og aftur vera að fara fram úr spám um þann vöxt sem var hér í fyrra og jafnvel á fyrri hluta þessa árs. Eftir gríðarlega sterkan hagvöxt árið 2022, þar sem hagvöxtur var uppundir níu prósent. Sem er langt umfram önnur lönd í kringum okkur,“ segir forsætisráðherra. Þannig hefur nýleg greining leitt í ljós að kortavelta Íslendinga og erlendra ferðamanna undanfarin nokkur ár hefur verið mun meiri en áður hafði verið talið. Skuldastaða heimilanna er góða og vanskil lítil. Enn er hins vegar gríðarleg umfram eftirspurn á húsnæðismarkaði sem leiðir til mikilla verðhækkana og þar með verðbólgu. „Í fyrsta lagi hefur okkur fjölgað um 15 prósent síðan 2017. Það er töluvert mikil fólksfjölgun á Íslandi. Mikið af vinnuafli sem hefur flutt til landsins. Í öðru lagi, frá því í október í fyrra, er það bara þannig að heilt sveitarfélag þurfti að flytja. Þetta eru fjögur þúsund manns sem koma þá inn á húsnæðismarkaðinn. Það er ekki að hjálpa okkur,“ segir Bjarni. Eftirspurn eftir húsnæði væri því enn til staðar þótt þrótturinn í íbúðauppbyggingu hefði aldrei verið meiri en núna. Það væru ytri mörk á því hversu mikið væri hægt að framkvæma því hvergi væri meiri eftirspurn eftir vinnuafli en í byggingageiranum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta á verðbólgu þegar fjöldi heimila væri að flýja óverðtryggð lán í verðtryggð til að verjast verðbólgunni.Stöð 2/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir erfitt að búa við hátt vaxtastig í langan tíma en það tæki sinn tíma fyrir vaxtahækkanir að virka. Enn væri neysla Íslendinga og ferðamanna mikil. Þá flytti almenningur húsnæðislán sín í vaxandi mæli frá óverðtryggðum lánum í verðtryggð. „Þótt það sé alveg eðlilegt að fólk sé að minnka greiðslubyrði sína. En það þýðir auðvitað að stýrivextirnir bíta síður sem stýritæki. Þetta er eitthvað sem Seðlabankinn hlýtur að íhuga,“ segir fjármálaráðherra. Þótt efnahagslífið byggði á styrkari og fjölbreyttari stoðum en áður stæði enn yfir glíma við verðbólguskotið eftir covid faraldurinn og innrásina Rússa í Úkraínu, sem hækkuðu verð á öllum aðföngum og flutningskostnað. „Og margt bendir til að DNA-ið í okkur Íslendingum sé svolítið það, að við sættum okkur við að verð hækki látlaust. Við höldum samt áfram að kaupa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24 Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Erfiðlega hefur reynst að ná niður verðbólgu frá því hún reis mest í 10,2 prósent í febrúar í fyrra. Mikil verðbólga hefur haldið megivöxtum Seðlabankans í hæstu hæðum í eitt ár og flestir telja litlar líkur á að hann lækki vextina á morgun. Meginástæða verðbólgunnar eru mikil umsvif í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir gífurlegan þrótt í efnahagslífinu og hagvöxtur væri enn og aftur að reynast meiri en spár gerðu ráð fyrir.Stöð 2/Einar „Við erum með gríðarlega sterka efnahagsvél á Íslandi. Við höfum um margra ára skeið vaxið umfram nágrannalöndin. Við virðumst enn og aftur vera að fara fram úr spám um þann vöxt sem var hér í fyrra og jafnvel á fyrri hluta þessa árs. Eftir gríðarlega sterkan hagvöxt árið 2022, þar sem hagvöxtur var uppundir níu prósent. Sem er langt umfram önnur lönd í kringum okkur,“ segir forsætisráðherra. Þannig hefur nýleg greining leitt í ljós að kortavelta Íslendinga og erlendra ferðamanna undanfarin nokkur ár hefur verið mun meiri en áður hafði verið talið. Skuldastaða heimilanna er góða og vanskil lítil. Enn er hins vegar gríðarleg umfram eftirspurn á húsnæðismarkaði sem leiðir til mikilla verðhækkana og þar með verðbólgu. „Í fyrsta lagi hefur okkur fjölgað um 15 prósent síðan 2017. Það er töluvert mikil fólksfjölgun á Íslandi. Mikið af vinnuafli sem hefur flutt til landsins. Í öðru lagi, frá því í október í fyrra, er það bara þannig að heilt sveitarfélag þurfti að flytja. Þetta eru fjögur þúsund manns sem koma þá inn á húsnæðismarkaðinn. Það er ekki að hjálpa okkur,“ segir Bjarni. Eftirspurn eftir húsnæði væri því enn til staðar þótt þrótturinn í íbúðauppbyggingu hefði aldrei verið meiri en núna. Það væru ytri mörk á því hversu mikið væri hægt að framkvæma því hvergi væri meiri eftirspurn eftir vinnuafli en í byggingageiranum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta á verðbólgu þegar fjöldi heimila væri að flýja óverðtryggð lán í verðtryggð til að verjast verðbólgunni.Stöð 2/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir erfitt að búa við hátt vaxtastig í langan tíma en það tæki sinn tíma fyrir vaxtahækkanir að virka. Enn væri neysla Íslendinga og ferðamanna mikil. Þá flytti almenningur húsnæðislán sín í vaxandi mæli frá óverðtryggðum lánum í verðtryggð. „Þótt það sé alveg eðlilegt að fólk sé að minnka greiðslubyrði sína. En það þýðir auðvitað að stýrivextirnir bíta síður sem stýritæki. Þetta er eitthvað sem Seðlabankinn hlýtur að íhuga,“ segir fjármálaráðherra. Þótt efnahagslífið byggði á styrkari og fjölbreyttari stoðum en áður stæði enn yfir glíma við verðbólguskotið eftir covid faraldurinn og innrásina Rússa í Úkraínu, sem hækkuðu verð á öllum aðföngum og flutningskostnað. „Og margt bendir til að DNA-ið í okkur Íslendingum sé svolítið það, að við sættum okkur við að verð hækki látlaust. Við höldum samt áfram að kaupa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24 Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sjá meira
Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43
Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00