Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. ágúst 2024 21:49 Ísak Snær skorar og skorar (og skorar). Vísir/Ernir Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
„Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira