„Við vorum tilbúnir að þjást“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 21:38 Viktor Jónsson sultuslakur eftir að hafa komið Skagamönnum í forystu en Hinrik Harðarson fagnar vel í bakgrunninum. Vísir/Anton Brink Viktor Jónsson skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni þegar Skagamenn lögðu Víkinga að velli í Fossvoginum í kvöld. Viktor sagði Skagamenn ætla að sækja Evrópusæti á tímabilinu. „Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
„Þessi var risa, risastór. Að vinna Víkinga á heimavelli í þessari baráttu sem við erum í, þetta sýnir hvað við erum komnir langt sem lið og hvað við ætlum okkur. Að við séum ekkert í þessu bara til að vera með. Við ætlum að enda í efri sex og ætlum að sækja þetta Evrópusæti,“ sagði Viktor í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Skagamenn spiluðu afar vel í fyrri hálfleiknum og skoruðu tvö mörk eftir vel útfærðar skyndisóknir þar sem vörn Víkinga var reyndar ekki til útflutnings. „Mér fannst við geggjaðir. Við vorum mjög þéttir varnarlega og vorum að loka öllum þeim svæðum sem þeir vilja spila í. Þeir sköpuðu sér ekki neitt af viti í fyrri hálfleik fyrir utan þetta mark sem þeir skora. Mér fannst við spila fyrri hálflekinn fullkomlega. Við beittum góðum skyndisóknum, skorum tvö mörk og þetta var bara geggjaður hálfleikur.“ Víkingar gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og pressuðu meira á Skagamenn í síðari hálfleik. Skagamenn vörðust þó vel og þó Víkingar hafi fengið færi undir lokin þá gerðu Skagamenn vel í að halda Víkingum í skefjum. Viktor er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni.Vísir/Anton Brink „Seinni hálfleikur var þannig að þeir lágu á okkur og við náðum nokkrum skyndisóknum sem við hefðum getað gert betur í. Við vitum alveg hvernig þjálfari Arnar [Gunnlaugsson] er sem er örugglega einhvers staðar uppi í stúku með tölvuna og er búinn að skoða þetta vel og vandlega. Við vissum að þeir myndu breyta einhverju í seinni hálfleik og við vorum bara tilbúnir að þjást. Við gerðum það og gerðum það vel.“ Viktor segir að Skagamenn ætli sér Evrópusæti en þeir eru nú einu stigi á eftir Val og sitja í fjórða sæti Bestu deildarinnar. „Ekki spurning og við viljum enda sem hæst í töflunni Ef við þurfum að klára þetta þriðja sæti til að ná þessu Evrópusæti þá bara gerum við það. Við erum að koma hratt á eftir Völsurum og vonandi náum við að byggja ofan á þetta sem við erum að gera hér.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira