„Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2024 07:01 Langur batavegur er fram undan hjá Pablo Punyed en hann lítur á björtu hliðarnar á meiðslunum. Vísir/Ívar „Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er,“ segir fótboltamaðurinn Pablo Punyed sem varð fyrir áfalli á dögunum. Hann varð fyrir slæmum meiðslum sem munu halda honum frá vellinum næsta hálfa árið, hið allra minnsta. Á móti mun hann njóta meiri tíma með fjölskyldunni. Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira