Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 19:43 Sigrún Erla er starfsmaður hjá álverinu á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða. Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða.
Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira