Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 19:43 Sigrún Erla er starfsmaður hjá álverinu á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða. Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða.
Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira