Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 19:43 Sigrún Erla er starfsmaður hjá álverinu á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða. Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða.
Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira