Gaukarnir gista og fá snyrtingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 21:31 Þórdís Lilja Einarsdóttir rekur hótel og snyrtistofu fyrir fugla sem nefnist Fugladekur. Einar Kristinn Gröndal Stefánsson starfar hjá móður sinni. Fuglinn Vúdu lætur sig ekki vanta á myndina en hann neitaði að snúa aftur heim eftir hóteldvölina hjá mæðginunum. Vísir/Arnar Kona sem fékk sér páfagauk fyrir ári rekur nú fuglahótel þar sem gestir geta líka fengið gogg- og klóasnyrtingu. Sumir fuglar hafa verið það ánægðir með dvölina að þeir urðu eftir. Hótelstýran segir fuglaeigendur himinlifandi með þennan nýja valmöguleika. Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum. Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Sjá meira
Þórdís lét gamlan draum rætast fyrir rúmu ári og fékk sér páfagauk. Það var hins vegar fljótt að vinda upp á sig og nú rekur hún bæði hótel og snyrtistofu fyrir fugla. „Ég eignaðist fyrsta páfagaukinn minn þegar maðurinn minn gaf sig loksins. Ég varð í framhaldinu sjálfboðaliði í fuglaathvarfi og fékk algjöra fugladellu. Ég byrjaði að passa fugla hérna heima í fyrrasumar og í vetur þá sprakk þetta alveg. Það var allt fullt í gistingu hér um jól, áramót og í sumar. Fólk sem er á leið í ferðalög hefur verið afar ánægt með að geta komið fuglinum sínum hér fyrir á meðan. Þetta er búið að gerast mjög hratt og greinilega mikil þörf fyrir svona þjónustu,“ segir Þórdís sem kallar nýja hótelið Fugladekur. Sumir neita að snúa aftur heim Hún heldur nú ríflega þrjátíu fugla, Dísir, Gára, Ástargauka Senegal og Hringháls. Nokkrir þeirra komu sem gestir en leið svo vel að eigendur þeirra ákváðu að leyfa þeim að vera áfram hjá fjölskyldunni.Meðal þeirra er Hringhálsinn Vúdú sem kom fyrst sem gestur en er nú orðinn einn af fjölskyldunni. Þórdís segir hann tala bæði íslensku og ungversku en fyrri eigendur voru frá Ungverjalandi. „Vúdú er mun hrifnari af körlum en konum. Hann er t.d. svo hrifinn af manninum mínum að hann byrjar á að kalla á hann á morgnana. Þegar hann kemst svo loksins í fangið á honum segir hann alltaf: Jói minn gaman að sjá þig. Mér hefði ekki getað dottið í hug á sínum tíma að fuglar væru svona miklir karakterar,“segir Þórdís. Gogg-og klóasnyrting Hún segir fjölskylduna hæstánægða með fuglanna, sonur hennar sé til dæmis kominn í vinnu Fugladekri en þar er líka boðið upp á gogg, og klóasnyrtingu. Það hafi hins vegar þurft að gera ýmsar breytingar á heimilinu. „Það að þrífa rosalega mikið. Svo þarf ég að passa að hafa ekki kveikt á kertum og sleppa ilmefnum. Ég þarf líka passa að elda ekki á teflon því það er eitur. Þá ryksuga ég að minnsta kosti fjórum sinnum á dag,“ segir hún og hlær. Þórdís segir fjölskylduna hafa vanist garginu í gaukunum og setji bara upp heyrnartól ef svo ber undir. Þá þagni fuglarnir á nóttinni þegar breitt er yfir búrin. Loks séu skilaboðin einföld þegar fólk kemur í heimsókn. „Gestirnir þurfa bara að þola lætin,“ segir Þórdís brosandi að lokum.
Dýraheilbrigði Fuglar Dýr Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Sjá meira