Skoða að kæra útgáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 10:19 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélagið sitja uppi með öll neikvæð áhrif virkjunarinnar og engin jákvæð. Stöð 2/Sigurjón Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum. Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“ Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“
Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira