Skoða að kæra útgáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 10:19 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélagið sitja uppi með öll neikvæð áhrif virkjunarinnar og engin jákvæð. Stöð 2/Sigurjón Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum. Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“ Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“
Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira