Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 19:27 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það sé með ólíkindum að undirbúningur Búrfellslundar hafi tekið tólf ár. Hann segir brýnt að stjórnvöld einfaldi regluverkið en biður þó ekki um neinn afslátt. Stöð 2/Egill Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. Vindmyllurnar sem eiga að rísa við Búrfell munu ná allt að 150 metra upp í loft en það er næstum því tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Grafík/Sara myndefni/Ívar Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta eru há mannvirki en það er hægt að staðsetja þau þannig að þau falli ágætlega að landslaginu þannig að þau beri ekki við himin eins og við höfum reynt að gera á þeim útsýnisstöðum sem þar eru í kring. Við höfum líka ákveðið að fara ekki í hæstu vindmyllurnar, þær eru farnar að vera 200-250 metra háar í erlendis, það er algengt, en við erum að fara hæst í 150 metra og við getum gert það því hér eru góð vindskilyrði,“ útskýrir Hörður. Virkjunarleyfi frá Orkustofnun er vissulega mikilvæg varða á leið Landsvirkjunar að virkjuninni en Landsvirkjun þarf enn að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en Hörðu er bjartsýnn á að það náist. Vel hafi verið gætt að samráði. „Við höfum átt mjög gott samstarf við þau í mjög langan tíma. Það er mikilvægt að það sé vandað til verka í samráði og að greina umhverfisáhrif og að draga úr þeim.“ En er Búrfellslundur upphafið að umfangsmeiri uppbygginga vindmyllugarða á Íslandi? „Ég tel að það sé mjög líklegt að við munum nýta þetta að hluta til. Við þurfum að skoða mjög vel hvar þetta verður staðsett og ég held það sé mikilvægt að samfélagið móti sér stefnu um það. Okkar skoðun er sú að þetta eigi að vera á röskuðum svæðum fjarri mannabyggð og þar höfum við valið staðsetningu á okkar verkefnum en þetta er hagkvæmur kostur og fer sérstaklega vel saman með vatnsafli. Við höfum sett okkur markmið um orkuskipti og um að hætta að flytja inn milljón tonn af olíu og þá þurfum við að ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri orkuþörf sem myndast. Það þýðir ekkert að hætta að nota olíu án þess að finna út hvernig við ætlum að framleiða endurnýjanlega orku,“ segir Hörður. Hörður telur að vindorkan falli vel að þeirri orkuvinnslu sem fyrir er en bætir við að jarðvarminn og vatnsaflið muni áfram vega þyngst. „Vindur er mjög líklega þriðja stoðin í okkar orkukerfið, við erum með vatnsaflið og jarðvarmann sem hafa reynst okkur vel og síðan er ljóst að vindur á landi er mjög samkeppnisfær á Íslandi. Þannig að það er mjög áhugavert fyrir Ísland sem samfélag að nýta þetta og kanna mjög vel nýtingu á þessum orkugjafa.“ Tólf ár allt of langur tími Hann segir með ólíkindum að það hafi tekið tólf ár að undirbúa Búrfellslund en hann segir brýnt að stjórnvöld einfaldi regluverkið. „Það er mjög krefjandi fyrir orkufyrirtækin og það er miklu flóknara að fá leyfi hér en nokkurs staðar annars staðar. Í dag er það þannig að það þarf samþykki Alþingis fyrir einstökum verkefnum, ég minni á að það eru 12 ár síðan við hófum undirbúning Búrfellslundar. Í Evrópu er talað um að þessi verkefni eigi að taka eitt til tvö ár. Þannig að það er alls ekki þannig að það sé auðvelt að komast í verkefni hérna, eins og stundum má heyra á andstæðingum þessara framkvæmda. En ég held það væri mjög gott fyrir Alþingi og stjórnvöld að móta stefnu um hvar við viljum hafa þetta, viljum við hafa þetta á mörgum stöðum? Viljum við hafa þetta á fáum stöðum? Nærri mannabústöðum eða fjarri mannabústöðum?“ Hann segir með ólíkindum að undirbúningurinn hafi tekið svona langan tíma því þurfi að einfalda regluverkið. „Ég held það sé öllum til bóta en þar með erum við ekki að segja að það eigi að slá af kröfum heldur eigi það að vera skilvirkara og kosta minna til þess að við getum mætt þörfum samfélagsins sem eru mjög sterkar um orkuskipti og áframhaldandi hagvöxt að þá þurfum við að vera með skilvirkt regluverk en við erum ekki að tala um neinn afslátt.“ Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Vindmyllurnar sem eiga að rísa við Búrfell munu ná allt að 150 metra upp í loft en það er næstum því tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Grafík/Sara myndefni/Ívar Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta eru há mannvirki en það er hægt að staðsetja þau þannig að þau falli ágætlega að landslaginu þannig að þau beri ekki við himin eins og við höfum reynt að gera á þeim útsýnisstöðum sem þar eru í kring. Við höfum líka ákveðið að fara ekki í hæstu vindmyllurnar, þær eru farnar að vera 200-250 metra háar í erlendis, það er algengt, en við erum að fara hæst í 150 metra og við getum gert það því hér eru góð vindskilyrði,“ útskýrir Hörður. Virkjunarleyfi frá Orkustofnun er vissulega mikilvæg varða á leið Landsvirkjunar að virkjuninni en Landsvirkjun þarf enn að fá framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en Hörðu er bjartsýnn á að það náist. Vel hafi verið gætt að samráði. „Við höfum átt mjög gott samstarf við þau í mjög langan tíma. Það er mikilvægt að það sé vandað til verka í samráði og að greina umhverfisáhrif og að draga úr þeim.“ En er Búrfellslundur upphafið að umfangsmeiri uppbygginga vindmyllugarða á Íslandi? „Ég tel að það sé mjög líklegt að við munum nýta þetta að hluta til. Við þurfum að skoða mjög vel hvar þetta verður staðsett og ég held það sé mikilvægt að samfélagið móti sér stefnu um það. Okkar skoðun er sú að þetta eigi að vera á röskuðum svæðum fjarri mannabyggð og þar höfum við valið staðsetningu á okkar verkefnum en þetta er hagkvæmur kostur og fer sérstaklega vel saman með vatnsafli. Við höfum sett okkur markmið um orkuskipti og um að hætta að flytja inn milljón tonn af olíu og þá þurfum við að ákveða hvernig við ætlum að mæta þeirri orkuþörf sem myndast. Það þýðir ekkert að hætta að nota olíu án þess að finna út hvernig við ætlum að framleiða endurnýjanlega orku,“ segir Hörður. Hörður telur að vindorkan falli vel að þeirri orkuvinnslu sem fyrir er en bætir við að jarðvarminn og vatnsaflið muni áfram vega þyngst. „Vindur er mjög líklega þriðja stoðin í okkar orkukerfið, við erum með vatnsaflið og jarðvarmann sem hafa reynst okkur vel og síðan er ljóst að vindur á landi er mjög samkeppnisfær á Íslandi. Þannig að það er mjög áhugavert fyrir Ísland sem samfélag að nýta þetta og kanna mjög vel nýtingu á þessum orkugjafa.“ Tólf ár allt of langur tími Hann segir með ólíkindum að það hafi tekið tólf ár að undirbúa Búrfellslund en hann segir brýnt að stjórnvöld einfaldi regluverkið. „Það er mjög krefjandi fyrir orkufyrirtækin og það er miklu flóknara að fá leyfi hér en nokkurs staðar annars staðar. Í dag er það þannig að það þarf samþykki Alþingis fyrir einstökum verkefnum, ég minni á að það eru 12 ár síðan við hófum undirbúning Búrfellslundar. Í Evrópu er talað um að þessi verkefni eigi að taka eitt til tvö ár. Þannig að það er alls ekki þannig að það sé auðvelt að komast í verkefni hérna, eins og stundum má heyra á andstæðingum þessara framkvæmda. En ég held það væri mjög gott fyrir Alþingi og stjórnvöld að móta stefnu um hvar við viljum hafa þetta, viljum við hafa þetta á mörgum stöðum? Viljum við hafa þetta á fáum stöðum? Nærri mannabústöðum eða fjarri mannabústöðum?“ Hann segir með ólíkindum að undirbúningurinn hafi tekið svona langan tíma því þurfi að einfalda regluverkið. „Ég held það sé öllum til bóta en þar með erum við ekki að segja að það eigi að slá af kröfum heldur eigi það að vera skilvirkara og kosta minna til þess að við getum mætt þörfum samfélagsins sem eru mjög sterkar um orkuskipti og áframhaldandi hagvöxt að þá þurfum við að vera með skilvirkt regluverk en við erum ekki að tala um neinn afslátt.“
Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51 Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Telja áform um uppbyggingu vindmyllugarða verulegt áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Landverndar segir að leyfi Orkustofnunar til vindorkuvers sé mikið áhyggjuefni. Nú þurfi að þrýsta á stjórnvöld að móta framtíðarstefnu í vindorkumálum áður en lengra er haldið. 13. ágúst 2024 12:51
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05