Glugginn lokast: Præst í KR þegar leiktíðinni lýkur og Sowe heldur kyrru fyrir Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 22:45 Præst gengur í raðir KR að leiktíðinni lokinni. KR Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgdist með því helsta sem gerðist á lokadegi gluggans. Segja má að nokkur áhugaverð félagaskipti hafi átt sér stað í dag. Þá er enn möguleiki að einhver þeirra fari í gegn áður en klukkan slær miðnætti en það helsta sem hefur gerst þegar þetta er skrifað klukkan 22.45 á þriðjudagskvöld hefur verið meira af orðrómum en staðfestum félagskiptum. Við höfum þó fengið að sjá nokkur vistaskipti, þau helstu sem má sjá hér að neðan. KR hefur samið við danska miðjumanninn Matthias Præst en hann gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en eftir að yfirstandandi leiktíð er lokið. Leiknir Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, hefur fengið miðvörðirnn Dusan Brkovic í sínar raðir. Hann lék með KA á síðustu leiktíð, samdi við FH fyrir þetta tímabil og er nú mættur í Breiðholtið á láni. Meira af Leikni en Omar Sowe hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Breiðholti. Framherjinn var orðaður við Fylki en verður samningslaus að leiktíðinni lokinni og ætlar þá að skoða mál sín. Valsmenn voru fljótari en flestir en í gær var tilkynnt að Orri Hrafn Kjartansson væri mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa verið á láni hjá Fylki fyrri hluta sumars. Á sama tíma kynntu Valsmenn nýjan leikmann til leiks, sænskan framherja sem kostaði liðið sjö milljónir króna ef marka má sænska fjölmiðla. Textalýsingu Vísis frá gluggadeginum má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að endurhlaða síðuna.
Segja má að nokkur áhugaverð félagaskipti hafi átt sér stað í dag. Þá er enn möguleiki að einhver þeirra fari í gegn áður en klukkan slær miðnætti en það helsta sem hefur gerst þegar þetta er skrifað klukkan 22.45 á þriðjudagskvöld hefur verið meira af orðrómum en staðfestum félagskiptum. Við höfum þó fengið að sjá nokkur vistaskipti, þau helstu sem má sjá hér að neðan. KR hefur samið við danska miðjumanninn Matthias Præst en hann gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en eftir að yfirstandandi leiktíð er lokið. Leiknir Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, hefur fengið miðvörðirnn Dusan Brkovic í sínar raðir. Hann lék með KA á síðustu leiktíð, samdi við FH fyrir þetta tímabil og er nú mættur í Breiðholtið á láni. Meira af Leikni en Omar Sowe hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Breiðholti. Framherjinn var orðaður við Fylki en verður samningslaus að leiktíðinni lokinni og ætlar þá að skoða mál sín. Valsmenn voru fljótari en flestir en í gær var tilkynnt að Orri Hrafn Kjartansson væri mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa verið á láni hjá Fylki fyrri hluta sumars. Á sama tíma kynntu Valsmenn nýjan leikmann til leiks, sænskan framherja sem kostaði liðið sjö milljónir króna ef marka má sænska fjölmiðla. Textalýsingu Vísis frá gluggadeginum má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að endurhlaða síðuna.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira