„Mér fannst Þróttur ekki eiga rassgat skilið úr þessu leik“ Arnar Skúli Atlason skrifar 9. ágúst 2024 21:58 Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, er þjálfari Stólanna. Vísir/Anton Brink Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Tindastóls var súr með úrslit kvöldsins en hans konur töpuðu á heimavelli 1-2 gegn Þrótti. Donni var samt sem áður ánægður með framlagið frá sínu liði og fannst að þær hefði átt að uppskera meira. „Bara svekkjandi, mér fannst við spila góðan leik og eiga sigur skilið eða allavega þá eitt stig að lágmarki. Mér fannst Þróttur ekki eiga rassgat skilið úr þessu leik, allavega ekki sigur. Hundsvekjandi að fór sem fór, tvö blessuð föst leikatriði, aftur á móti þessu liði sem við fengum á okkur þrjú í seinasta leik á móti þeim, bara alveg glötuð tilfinning.“ Tindastóll komst yfir um miðjan seinni hálfleikinn nokkuð sanngjarnt miðað við gang leiksins en þá var eins og liðið tæki fótinn af bensíngjöfinni, hætti að keyra á Þróttarana og koðnaði niður. „Þær setja þrjá góða leikmenn inn á sem þær voru að spara fyrir ákveðið móment greinilega, það kannski breytti aðeins hjá þeim. Mel (Melissa Garcia, fyrrum leikmaður Tindastóls) gerði vel í að halda boltanum af og til hérna frammi og olli usla, hún hefur fengið góða kennslu á Sauðárkróki.“ „Það breyttist ekkert, mér fannst við vera áfram „on“ þannig séð en eðlilega þegar þú kemst yfir kemur pínu að við ætlum ekki að fá á okkur mark en heilt yfir fannst mér þetta góður leikur. Að mörgu leyti vel spilaður, við sköpuðum ekki mikið af færum en sköpuðum margar góðar stöður. Þróttur skapaði eitt sem ég man eftir og svo föst leikatriðið sem þær skoruðu úr.“ Donni bætti við að lokum að hann vonaðist til að bæta við leikmanni von bráðar því hópurinn væri lítill og fáir reyndir leikmenn. Þá væri hann að missa leikmenn í skóla erlendis og einnig væru meiðsli að hrjá leikmenn hans því megi ekki mikið út af bera. Íslenski boltinn Fótbolti Lengjudeild kvenna Tindastóll Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Donni var samt sem áður ánægður með framlagið frá sínu liði og fannst að þær hefði átt að uppskera meira. „Bara svekkjandi, mér fannst við spila góðan leik og eiga sigur skilið eða allavega þá eitt stig að lágmarki. Mér fannst Þróttur ekki eiga rassgat skilið úr þessu leik, allavega ekki sigur. Hundsvekjandi að fór sem fór, tvö blessuð föst leikatriði, aftur á móti þessu liði sem við fengum á okkur þrjú í seinasta leik á móti þeim, bara alveg glötuð tilfinning.“ Tindastóll komst yfir um miðjan seinni hálfleikinn nokkuð sanngjarnt miðað við gang leiksins en þá var eins og liðið tæki fótinn af bensíngjöfinni, hætti að keyra á Þróttarana og koðnaði niður. „Þær setja þrjá góða leikmenn inn á sem þær voru að spara fyrir ákveðið móment greinilega, það kannski breytti aðeins hjá þeim. Mel (Melissa Garcia, fyrrum leikmaður Tindastóls) gerði vel í að halda boltanum af og til hérna frammi og olli usla, hún hefur fengið góða kennslu á Sauðárkróki.“ „Það breyttist ekkert, mér fannst við vera áfram „on“ þannig séð en eðlilega þegar þú kemst yfir kemur pínu að við ætlum ekki að fá á okkur mark en heilt yfir fannst mér þetta góður leikur. Að mörgu leyti vel spilaður, við sköpuðum ekki mikið af færum en sköpuðum margar góðar stöður. Þróttur skapaði eitt sem ég man eftir og svo föst leikatriðið sem þær skoruðu úr.“ Donni bætti við að lokum að hann vonaðist til að bæta við leikmanni von bráðar því hópurinn væri lítill og fáir reyndir leikmenn. Þá væri hann að missa leikmenn í skóla erlendis og einnig væru meiðsli að hrjá leikmenn hans því megi ekki mikið út af bera.
Íslenski boltinn Fótbolti Lengjudeild kvenna Tindastóll Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira