Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur R. 1-2 | Mikilvægur sigur Þróttara Arnar Skúli Atlason skrifar 9. ágúst 2024 17:16 Þróttur - Þór KA Besta Deild Kvenna Sumar 2024 Vísir/Diego Tindastóll tók á móti Þrótti á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar og með augastað á síðasta sætinu í efri hlutanum. Þróttur vann að lokum 1-2 í kuldanum á Sauðárkróki í kvöld. Það var nokkuð ljóst að það var mikið undir í leiknum í kvöld en það voru fá færi sem litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Tindastóll var meira með boltann án þess að skapa sér færi og Þróttarar lágu til baka og voru ekki að gefa mörg færi á sér né heldur að skapa sér mikið fram á við. Um miðjan fyrri hálfleikinn þurfti Monica Wilhelm markmaður Tindastóls þó að taka á honum stóra sínum. Sæunn Björnsdóttir sneri sér við á miðjum vallarhelmingi Tindastóls og skaut á markið en Monica varði í slána og yfir. En staðan í hálfleik var jöfn, 0-0, í frekar lokuðum leik. Seinni hálfleikurinn hófst fjörlega. Birgitta Finnbogadóttir, vængbakvörður Tindastóls, fékk sendingu inn á teig Þróttara en hitti ekki boltann og því var staðan því enn markalaus. Það dró loks til tíðinda á 64. mínútu þegar Tindastóll fór í skyndisókn og eftir frábært samspil hægra megin á vellinum fékk Jordyn Rhodes boltann á teignum og plataði varnarmann Þróttara sem braut á henni. Jordyn fór sjálf á punktinn og skoraði örugglega, setti Mollee Swift í vitlaust horn og Tindastólskonur komnar með forystu í leiknum. Þróttarar tóku yfir leikinn eftir þetta og jöfnuðu nánast strax eða þremur mínútum eftir markið hjá Tindastóli. Þar var að verki Sóley María Steinarsdóttir. Þróttarar sendu hornspyrnu inn á teiginn og Sóley reis kvenna hæst og stýrði boltanum í netið. Þróttarar héldu áfram að pressa Tindastól eftir þetta og það bar árangur á 82. mínútu. Aftur fengu Þróttarar hornspyrnu, í þetta skiptið komu leikmenn Tindastóls boltanum út fyrir teiginn en þar mætti María Eva Eyjólfsdóttir og þrumaði boltann í gegnum allan pakkann og beint í nærhornið og gestirnir komnir yfir. Eftir þetta fjaraði leikurinn svo út án þess að nokkur skapaði sér færi og Þróttarar unnu í kvöld sterkan og mikilvægan sigur og losuðu sig út úr fall baráttunni þetta sumarið. Tindastóll situr eftir með sárt ennið í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem er. Atvik leiksins Þreföld skipting Ólafs Kristjánssonar kom heldur betur lífi í leikinn. Tindastóll skoraði strax eftir skiptingarnar og varamenn Þróttara hresstu upp á sóknarleik gestana. Stjörnur og skúrkar Markaskorar Þróttara, þær María Eva og Sóley María, voru góðar á báðum endum vallarins, héldu Jordyn Rhodes niðri og svo skoruðu þær mörkin sem skildu liðin að. Skúrkar kvöldsins er lið Tindastóls yfirhöfuð fyrir að hafa ekki dekkað í tveimur föstum leikatriðum kostuðu þær leikinn. Stemning og umgjörð Það var vel mætt þrátt fyrir kulda og bæði völlur og veitingar til fyrirmyndar í kvöld. Hefði verið gaman að sjá aðeins fleiri því nú er stórfótboltamót á Sauðárkróki. Dómarar [5] Engin skýr lína í dag hjá dómaratríóinu, því miður. Spjöld gefin sem mátti sleppa og aukaspyrnur dæmdar sem var enginn skilningur á. Þau hafa öll átt betri dag en frammistaðan þeirra hafði ekki áhrif á úrslit leiksins samt sem áður. Viðtöl Ólafur Kristjánsson: „Himinlifandi með svona ljótan sigur“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari ÞróttarVísir/Pawel Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar var ánægður með sigur sinna kvenna í kvöld í leik þar sem lið hans var aðeins undir en seigla og elja skóp sigurinn að lokum. „Bara himinlifandi með sigurinn. Það er oft þannig að þjálfarar koma í viðtöl og finnst eitthvað ósanngjarnt, ég gæti tekið undir með kollega mínum mér finndist það ósanngjarnt að Tindastóll var betri en við í leiknum, en við áttum kafla í upphafi móts sem mér fannst við spila vel og unnum ekki, núna snýst þetta pínulítið við að við vorum kannski ekki betri aðilinn úti á velli en unnum leikinn. Ég er himinlifandi með svona ljótan sigur og góð þrjú stig.“ Ólafur kastaði teningunum um miðjan seinni hálfleikinn og breytti liði sínu til að fríska upp á sóknarleikinn og uppskar tvö mörk í kjölfarið. „Það er bara eins og ég er búinn að tala um í undaförnum leikjum, það er sterkur karakter í liðinu og gríðarleg samheldni og vitna aftur í þessa „periodu“ í upphafi móts þar sem við vorum að ströggla með að fá sigra, þá brotnuðu stelpurnar ekki og eru að uppskera þessa seiglu sína núna.“ Mörkin tvö sem Þróttur skoraði í dag komu úr hornspyrnum og var Ólafur kampakátur með það. „Við lögðum upp að skora úr föstum leikatriðinum og opnum leik en við töluðum um það í hálfleik að þetta væri svona leikur miðað við hvernig við værum að spila og Tindastóll voru að „dominera“ svolítið leikinn að við þurftum að virða varnarleikinn og svo gæti það verið skyndisókn eða föst leikatriði sem myndu ráða úrslitunum og ég er þess vegna himinlifandi með að vel útfærðar hornspyrnur og Sóley skoraði með skalla eftir horn og María seinna markið með frákasti, þetta var ógeðslega sætt.“ Besta deild kvenna Tindastóll Þróttur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti
Tindastóll tók á móti Þrótti á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar og með augastað á síðasta sætinu í efri hlutanum. Þróttur vann að lokum 1-2 í kuldanum á Sauðárkróki í kvöld. Það var nokkuð ljóst að það var mikið undir í leiknum í kvöld en það voru fá færi sem litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Tindastóll var meira með boltann án þess að skapa sér færi og Þróttarar lágu til baka og voru ekki að gefa mörg færi á sér né heldur að skapa sér mikið fram á við. Um miðjan fyrri hálfleikinn þurfti Monica Wilhelm markmaður Tindastóls þó að taka á honum stóra sínum. Sæunn Björnsdóttir sneri sér við á miðjum vallarhelmingi Tindastóls og skaut á markið en Monica varði í slána og yfir. En staðan í hálfleik var jöfn, 0-0, í frekar lokuðum leik. Seinni hálfleikurinn hófst fjörlega. Birgitta Finnbogadóttir, vængbakvörður Tindastóls, fékk sendingu inn á teig Þróttara en hitti ekki boltann og því var staðan því enn markalaus. Það dró loks til tíðinda á 64. mínútu þegar Tindastóll fór í skyndisókn og eftir frábært samspil hægra megin á vellinum fékk Jordyn Rhodes boltann á teignum og plataði varnarmann Þróttara sem braut á henni. Jordyn fór sjálf á punktinn og skoraði örugglega, setti Mollee Swift í vitlaust horn og Tindastólskonur komnar með forystu í leiknum. Þróttarar tóku yfir leikinn eftir þetta og jöfnuðu nánast strax eða þremur mínútum eftir markið hjá Tindastóli. Þar var að verki Sóley María Steinarsdóttir. Þróttarar sendu hornspyrnu inn á teiginn og Sóley reis kvenna hæst og stýrði boltanum í netið. Þróttarar héldu áfram að pressa Tindastól eftir þetta og það bar árangur á 82. mínútu. Aftur fengu Þróttarar hornspyrnu, í þetta skiptið komu leikmenn Tindastóls boltanum út fyrir teiginn en þar mætti María Eva Eyjólfsdóttir og þrumaði boltann í gegnum allan pakkann og beint í nærhornið og gestirnir komnir yfir. Eftir þetta fjaraði leikurinn svo út án þess að nokkur skapaði sér færi og Þróttarar unnu í kvöld sterkan og mikilvægan sigur og losuðu sig út úr fall baráttunni þetta sumarið. Tindastóll situr eftir með sárt ennið í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem er. Atvik leiksins Þreföld skipting Ólafs Kristjánssonar kom heldur betur lífi í leikinn. Tindastóll skoraði strax eftir skiptingarnar og varamenn Þróttara hresstu upp á sóknarleik gestana. Stjörnur og skúrkar Markaskorar Þróttara, þær María Eva og Sóley María, voru góðar á báðum endum vallarins, héldu Jordyn Rhodes niðri og svo skoruðu þær mörkin sem skildu liðin að. Skúrkar kvöldsins er lið Tindastóls yfirhöfuð fyrir að hafa ekki dekkað í tveimur föstum leikatriðum kostuðu þær leikinn. Stemning og umgjörð Það var vel mætt þrátt fyrir kulda og bæði völlur og veitingar til fyrirmyndar í kvöld. Hefði verið gaman að sjá aðeins fleiri því nú er stórfótboltamót á Sauðárkróki. Dómarar [5] Engin skýr lína í dag hjá dómaratríóinu, því miður. Spjöld gefin sem mátti sleppa og aukaspyrnur dæmdar sem var enginn skilningur á. Þau hafa öll átt betri dag en frammistaðan þeirra hafði ekki áhrif á úrslit leiksins samt sem áður. Viðtöl Ólafur Kristjánsson: „Himinlifandi með svona ljótan sigur“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari ÞróttarVísir/Pawel Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar var ánægður með sigur sinna kvenna í kvöld í leik þar sem lið hans var aðeins undir en seigla og elja skóp sigurinn að lokum. „Bara himinlifandi með sigurinn. Það er oft þannig að þjálfarar koma í viðtöl og finnst eitthvað ósanngjarnt, ég gæti tekið undir með kollega mínum mér finndist það ósanngjarnt að Tindastóll var betri en við í leiknum, en við áttum kafla í upphafi móts sem mér fannst við spila vel og unnum ekki, núna snýst þetta pínulítið við að við vorum kannski ekki betri aðilinn úti á velli en unnum leikinn. Ég er himinlifandi með svona ljótan sigur og góð þrjú stig.“ Ólafur kastaði teningunum um miðjan seinni hálfleikinn og breytti liði sínu til að fríska upp á sóknarleikinn og uppskar tvö mörk í kjölfarið. „Það er bara eins og ég er búinn að tala um í undaförnum leikjum, það er sterkur karakter í liðinu og gríðarleg samheldni og vitna aftur í þessa „periodu“ í upphafi móts þar sem við vorum að ströggla með að fá sigra, þá brotnuðu stelpurnar ekki og eru að uppskera þessa seiglu sína núna.“ Mörkin tvö sem Þróttur skoraði í dag komu úr hornspyrnum og var Ólafur kampakátur með það. „Við lögðum upp að skora úr föstum leikatriðinum og opnum leik en við töluðum um það í hálfleik að þetta væri svona leikur miðað við hvernig við værum að spila og Tindastóll voru að „dominera“ svolítið leikinn að við þurftum að virða varnarleikinn og svo gæti það verið skyndisókn eða föst leikatriði sem myndu ráða úrslitunum og ég er þess vegna himinlifandi með að vel útfærðar hornspyrnur og Sóley skoraði með skalla eftir horn og María seinna markið með frákasti, þetta var ógeðslega sætt.“
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum