Óánægja með ætlað niðurrif á sögulegu húsi á Húsavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 13:49 Helguskúr hefur staðið við Húsavíkurhöfn frá árinu 1958. Hörður Jónasson Miklar umræður hafa skapast á Húsavík um hvort Helguskúr, frægt hús við höfnina, verði fjarlægður. Húsið geymir sjávarútvegssafn og var byggt árið 1958. Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu. Norðurþing Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu.
Norðurþing Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira