Óánægja með ætlað niðurrif á sögulegu húsi á Húsavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 13:49 Helguskúr hefur staðið við Húsavíkurhöfn frá árinu 1958. Hörður Jónasson Miklar umræður hafa skapast á Húsavík um hvort Helguskúr, frægt hús við höfnina, verði fjarlægður. Húsið geymir sjávarútvegssafn og var byggt árið 1958. Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu. Norðurþing Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í deiluskipulagi að skúrinn víki fyrir nýjum byggingum. Í lok árs 2017 samþykkti sveitastjórn Norðurþings að húsið fengi að standa til loka árs 2023 en að í millitíðinni yrði tekin ákvörðun um örlög þess. Í desember ákvað skipulags- og framkvæmdaráð að ekki væru forsendur til að veita frekari stöðuleyfi og fór fram á að Helguskúr yrði fjarlægður af Hafnarstétt fyrir fyrsta nóvember þessa árs. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri segir að viðræður standi yfir við eigendur. „Vonandi skýrist það á næstu vikum hvað kemur úr því,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Margir óánægðir Húsvíkingar eru margir ósáttir við áform um að rífa skúrinn og fyrr á árinu var gerður undirskriftalisti sem tæplega þrjú hundruð manns skrifuðu undir. Umræður hafa einnig vaknað á hópum íbúa á Facebook. Þá hefur Gafl - félag um þingeyskan byggingararf gefið frá sér bréf þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir varðveislu skúrsins. „Það eru margir sem bera tilfinningar til þessa húss og ég hef fullan skilning á því. Þetta er búið að standa þarna lengi,“ segir Katrín. Skora á stjórnvöld Vitafélagið - íslensk strandmenning sendi sveitarstjórninni bréf í dag þar sem það skorar á stjórnvöld Norðurþings að varðveita Helguskúr ásamt þeim menningarverðmætum sem hann hefur að geyma. „Þar sem þjóðin hefur verið svo ötul við að þurrka burt eigin spor við strendur landsins er svo komið að hvergi annars staðar á landinu er að finna hliðstæðu við þennan skúr. Það er því einstakt tækifæri fyrir Húsvíkinga að varðveita Helguskúr og tengja þannig saman horfna strandmenningu við nútímaafþreyingu til hafs,“ segir í bréfinu.
Norðurþing Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira