Báru eld að miðstöð fyrir hælisleitendur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 23:01 Mótmælendur köstuðu meðal annars grjóti að lögreglu. getty Enn er allt á suðupunkti víða um Bretland vegna óeirða og mikilla mótmæla, leidd af hægri öfgamönnum. Mótmælin beinast að komu hælisleitenda til Bretlands. Í dag báru mótmælendur í Rotherham eld að hóteli sem hýsir hælisleitendur. Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Á annað hundrað hafa verið handteknir og lögreglumenn slasast í átökum milli ólíkra hópa mótmælenda og lögreglu. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku hefur æst upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga. Grunaður morðingi er tæplega átján ára piltur sem fæddist í Cardiff í Wales og er sonur innflytjenda. Honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitenda í straumi falsupplýsinga á samfélagsmiðlum, sem fylgdu í kjölfar árásarinnar. Dómstari í Southport úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins, þvert á fordæmi, til að stemma stigu við upplýsingaóreiðu. Átök.getty Það hefur dugað skammt, líkt og óeirðirnar bera með sér. Um sjöhundruð manns hópuðust saman fyrir utan Holiday Inn hótel í Rotherham til þess að bera eld að miðstöð fyrir hælisleitendur. Flöskum og grjóti var grýtt í átt að hótelinu, sem og lögreglu. Fjöldi lögreglumanna hefur slasast í átökunum síðustu daga. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. „Komið þeim burt,“ var hrópað í mótmælunum í dag. „Það var mikið af reiðum, reiðum, reiðum hægriöfgamönnum,“ er haft eftir gagnmótmælenda í frétt Guardian. „Þetta er mjög óhugnanlegt“. Til átaka hefur komið milli þessara tveggja hópa sem eru á öndverðum meiði. Starmer á blaðamannafundi í dag.getty Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur heitið lögreglu stuðningi til að takast á við óeirðirnar í kjölfar árásarinnar. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. „Ég fordæmi algjörlega glæpsamlega hegðun hægriöfgahópa nú um helgina. Velkist ekki í vafa um að þeir sem tóku þátt í þessu ofbeldi munu þurfa að standa skil á gjörðum sínum gagnvart lögunum. Lögreglan mun taka menn höndum. Einstaklingar verða hnepptir í varðhald. Ákærur verða gefnar út og sakfellingar fylgja í kjölfarið,“ sagði Starmer. Frá mótmælum í dag.getty Lögreglumenn hafa staðið í ströngu.getty
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira