Spilar úti í vetur en kemur svo heim fyrir fullt og allt næsta sumar: „Þetta er fólkið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2024 18:42 Aron Einar Gunnarsson segir að Þór ætli að hjálpa honum að komast aftur inn á fótboltavöllinn en hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. stöð 2 Aron Einar Gunnarsson segir tilfinninguna að hafa skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt góða. Hann stefnir á að spila sem atvinnumaður í vetur en á næsta tímabili verður hann alkominn heim til Þórs. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór að viðstöddu margmenni í félagsheimilinu Hamri í dag. „Ég held þú sjáir það á brosinu,“ sagði Aron í samtali við íþróttadeild, aðspurður um tilfinninguna að hafa vera kominn heim í Þór. „Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim. Ég fékk gæsahúð þegar ég keyrði inn á svæðið áðan, fékk vellíðunartilfinningu að vera kominn með takka- og hlaupaskóna í staðinn fyrir að vera á æfingu í sumarfríi. Það var gott og skemmtilegt augnablik; að vita að þetta sé rétt ákvörðun.“ Aron segir að hann sé ekki bara að koma heim til hjálpa Þór. Félagið sé einnig að hjálpa honum að komast aftur á skrið eftir meiðsli sem hafa plagað hann undanfarna mánuði. „Það er ekki bara ég að koma heim til aðstoða liðið heldur líka þeir að leyfa mér að spila og koma mér í gang. Eftir það, við lok félagaskiptagluggans, er svo planið að fara á lán og taka eitt ár úti áður en ég kem endanlega heim næsta sumar,“ sagði Aron. Ekki margt í boði Hann hefur meðal annars verið orðaður við Kortrijk í Belgíu sem Freyr Alexandersson stýrir. Aron segir samt ekkert öruggt í þessum efnum. „Það er ekkert niðurneglt varðandi þetta. Þetta snýst líka um hvernig ég kem inn í þetta hjá Þór, hvernig ég spila og þetta veltur svolítið á því hvernig ég kem til baka úr þessum meiðslum inn á fótboltavöllinn. Ég hef ekki verið mikið þar upp á síðkastið og það eru ekkert mörg lið í boði fyrir 35 ára gamlan leikmann sem er búinn að vera meiddur í ár. Ég átta mig alveg á því,“ sagði Aron. „Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að reyna að koma mér til baka og Þórsararnir eru að hjálpa mér í því.“ Klippa: Viðtal við Aron Einar Aron segir að það hafi aldrei verið inni í myndinni að spila fyrir annað lið en Þór á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta var alltaf planið, alltaf planið að klára hér og ég opnaði ekki samtal við neitt annað,“ sagði Aron sem segist vera að koma til Þórs sem leikmaður og sé ekki á leiðinni í eitthvað starf utan vallar. Sérstök upplifun Þórsarar tjölduðu miklu til og héldu veglegan blaðamannafund fyrir Aron. Móttökurnar í Hamri hlýjuðu honum. „Ég var mjög stoltur, líka vitandi að þetta er fólkið mitt. Þetta er Þórsblóðið og fjölskyldan er öll komin heim og saman. Það er sérstakt fyrir mig að upplifa það. Ég er virkilega stoltur af því að upplifa það hversu margir komu. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi þróast en það er ánægjulegt hversu margir gerðu sér ferð í Hamar til að vera með mér í þessu,“ sagði Aron að endingu. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór að viðstöddu margmenni í félagsheimilinu Hamri í dag. „Ég held þú sjáir það á brosinu,“ sagði Aron í samtali við íþróttadeild, aðspurður um tilfinninguna að hafa vera kominn heim í Þór. „Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim. Ég fékk gæsahúð þegar ég keyrði inn á svæðið áðan, fékk vellíðunartilfinningu að vera kominn með takka- og hlaupaskóna í staðinn fyrir að vera á æfingu í sumarfríi. Það var gott og skemmtilegt augnablik; að vita að þetta sé rétt ákvörðun.“ Aron segir að hann sé ekki bara að koma heim til hjálpa Þór. Félagið sé einnig að hjálpa honum að komast aftur á skrið eftir meiðsli sem hafa plagað hann undanfarna mánuði. „Það er ekki bara ég að koma heim til aðstoða liðið heldur líka þeir að leyfa mér að spila og koma mér í gang. Eftir það, við lok félagaskiptagluggans, er svo planið að fara á lán og taka eitt ár úti áður en ég kem endanlega heim næsta sumar,“ sagði Aron. Ekki margt í boði Hann hefur meðal annars verið orðaður við Kortrijk í Belgíu sem Freyr Alexandersson stýrir. Aron segir samt ekkert öruggt í þessum efnum. „Það er ekkert niðurneglt varðandi þetta. Þetta snýst líka um hvernig ég kem inn í þetta hjá Þór, hvernig ég spila og þetta veltur svolítið á því hvernig ég kem til baka úr þessum meiðslum inn á fótboltavöllinn. Ég hef ekki verið mikið þar upp á síðkastið og það eru ekkert mörg lið í boði fyrir 35 ára gamlan leikmann sem er búinn að vera meiddur í ár. Ég átta mig alveg á því,“ sagði Aron. „Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að reyna að koma mér til baka og Þórsararnir eru að hjálpa mér í því.“ Klippa: Viðtal við Aron Einar Aron segir að það hafi aldrei verið inni í myndinni að spila fyrir annað lið en Þór á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta var alltaf planið, alltaf planið að klára hér og ég opnaði ekki samtal við neitt annað,“ sagði Aron sem segist vera að koma til Þórs sem leikmaður og sé ekki á leiðinni í eitthvað starf utan vallar. Sérstök upplifun Þórsarar tjölduðu miklu til og héldu veglegan blaðamannafund fyrir Aron. Móttökurnar í Hamri hlýjuðu honum. „Ég var mjög stoltur, líka vitandi að þetta er fólkið mitt. Þetta er Þórsblóðið og fjölskyldan er öll komin heim og saman. Það er sérstakt fyrir mig að upplifa það. Ég er virkilega stoltur af því að upplifa það hversu margir komu. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi þróast en það er ánægjulegt hversu margir gerðu sér ferð í Hamar til að vera með mér í þessu,“ sagði Aron að endingu. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira