Spilar úti í vetur en kemur svo heim fyrir fullt og allt næsta sumar: „Þetta er fólkið mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2024 18:42 Aron Einar Gunnarsson segir að Þór ætli að hjálpa honum að komast aftur inn á fótboltavöllinn en hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri. stöð 2 Aron Einar Gunnarsson segir tilfinninguna að hafa skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt góða. Hann stefnir á að spila sem atvinnumaður í vetur en á næsta tímabili verður hann alkominn heim til Þórs. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór að viðstöddu margmenni í félagsheimilinu Hamri í dag. „Ég held þú sjáir það á brosinu,“ sagði Aron í samtali við íþróttadeild, aðspurður um tilfinninguna að hafa vera kominn heim í Þór. „Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim. Ég fékk gæsahúð þegar ég keyrði inn á svæðið áðan, fékk vellíðunartilfinningu að vera kominn með takka- og hlaupaskóna í staðinn fyrir að vera á æfingu í sumarfríi. Það var gott og skemmtilegt augnablik; að vita að þetta sé rétt ákvörðun.“ Aron segir að hann sé ekki bara að koma heim til hjálpa Þór. Félagið sé einnig að hjálpa honum að komast aftur á skrið eftir meiðsli sem hafa plagað hann undanfarna mánuði. „Það er ekki bara ég að koma heim til aðstoða liðið heldur líka þeir að leyfa mér að spila og koma mér í gang. Eftir það, við lok félagaskiptagluggans, er svo planið að fara á lán og taka eitt ár úti áður en ég kem endanlega heim næsta sumar,“ sagði Aron. Ekki margt í boði Hann hefur meðal annars verið orðaður við Kortrijk í Belgíu sem Freyr Alexandersson stýrir. Aron segir samt ekkert öruggt í þessum efnum. „Það er ekkert niðurneglt varðandi þetta. Þetta snýst líka um hvernig ég kem inn í þetta hjá Þór, hvernig ég spila og þetta veltur svolítið á því hvernig ég kem til baka úr þessum meiðslum inn á fótboltavöllinn. Ég hef ekki verið mikið þar upp á síðkastið og það eru ekkert mörg lið í boði fyrir 35 ára gamlan leikmann sem er búinn að vera meiddur í ár. Ég átta mig alveg á því,“ sagði Aron. „Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að reyna að koma mér til baka og Þórsararnir eru að hjálpa mér í því.“ Klippa: Viðtal við Aron Einar Aron segir að það hafi aldrei verið inni í myndinni að spila fyrir annað lið en Þór á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta var alltaf planið, alltaf planið að klára hér og ég opnaði ekki samtal við neitt annað,“ sagði Aron sem segist vera að koma til Þórs sem leikmaður og sé ekki á leiðinni í eitthvað starf utan vallar. Sérstök upplifun Þórsarar tjölduðu miklu til og héldu veglegan blaðamannafund fyrir Aron. Móttökurnar í Hamri hlýjuðu honum. „Ég var mjög stoltur, líka vitandi að þetta er fólkið mitt. Þetta er Þórsblóðið og fjölskyldan er öll komin heim og saman. Það er sérstakt fyrir mig að upplifa það. Ég er virkilega stoltur af því að upplifa það hversu margir komu. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi þróast en það er ánægjulegt hversu margir gerðu sér ferð í Hamar til að vera með mér í þessu,“ sagði Aron að endingu. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Þór að viðstöddu margmenni í félagsheimilinu Hamri í dag. „Ég held þú sjáir það á brosinu,“ sagði Aron í samtali við íþróttadeild, aðspurður um tilfinninguna að hafa vera kominn heim í Þór. „Þetta hefur alltaf verið planið, að koma heim. Ég fékk gæsahúð þegar ég keyrði inn á svæðið áðan, fékk vellíðunartilfinningu að vera kominn með takka- og hlaupaskóna í staðinn fyrir að vera á æfingu í sumarfríi. Það var gott og skemmtilegt augnablik; að vita að þetta sé rétt ákvörðun.“ Aron segir að hann sé ekki bara að koma heim til hjálpa Þór. Félagið sé einnig að hjálpa honum að komast aftur á skrið eftir meiðsli sem hafa plagað hann undanfarna mánuði. „Það er ekki bara ég að koma heim til aðstoða liðið heldur líka þeir að leyfa mér að spila og koma mér í gang. Eftir það, við lok félagaskiptagluggans, er svo planið að fara á lán og taka eitt ár úti áður en ég kem endanlega heim næsta sumar,“ sagði Aron. Ekki margt í boði Hann hefur meðal annars verið orðaður við Kortrijk í Belgíu sem Freyr Alexandersson stýrir. Aron segir samt ekkert öruggt í þessum efnum. „Það er ekkert niðurneglt varðandi þetta. Þetta snýst líka um hvernig ég kem inn í þetta hjá Þór, hvernig ég spila og þetta veltur svolítið á því hvernig ég kem til baka úr þessum meiðslum inn á fótboltavöllinn. Ég hef ekki verið mikið þar upp á síðkastið og það eru ekkert mörg lið í boði fyrir 35 ára gamlan leikmann sem er búinn að vera meiddur í ár. Ég átta mig alveg á því,“ sagði Aron. „Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst að reyna að koma mér til baka og Þórsararnir eru að hjálpa mér í því.“ Klippa: Viðtal við Aron Einar Aron segir að það hafi aldrei verið inni í myndinni að spila fyrir annað lið en Þór á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta var alltaf planið, alltaf planið að klára hér og ég opnaði ekki samtal við neitt annað,“ sagði Aron sem segist vera að koma til Þórs sem leikmaður og sé ekki á leiðinni í eitthvað starf utan vallar. Sérstök upplifun Þórsarar tjölduðu miklu til og héldu veglegan blaðamannafund fyrir Aron. Móttökurnar í Hamri hlýjuðu honum. „Ég var mjög stoltur, líka vitandi að þetta er fólkið mitt. Þetta er Þórsblóðið og fjölskyldan er öll komin heim og saman. Það er sérstakt fyrir mig að upplifa það. Ég er virkilega stoltur af því að upplifa það hversu margir komu. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi þróast en það er ánægjulegt hversu margir gerðu sér ferð í Hamar til að vera með mér í þessu,“ sagði Aron að endingu. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira