„Eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi vinnu sína“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2024 19:30 Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns ákvað í fyrra að selja áskrift að vef sínum eftir hvatningu frá Facebook. Verkefnið gangi vel. Vísir/Sigurjón Skessuhorn ákvað að taka áskorun Facebook og selja áskriftir á fréttavef sinn í fyrra. Ritstjóri héraðsfréttamiðilsins segir eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar fái greitt fyrir vinnu eins og aðrir sem selji þjónustu. Lesendur hafi tekið áskriftarsölunni vel. Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann. Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann.
Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira