Á fjórða þúsund manna glímir við mikla elda í Kaliforníu Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 29. júlí 2024 08:20 Flugvél sleppir eldtefjandi efni yfir Park-eldana við Forest Ranch í Kaliforníu í gær. AP/Nic Coury Miklir gróðureldar geisa í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum og ná þeir nú yfir tuttugu ferkílómetra svæði. Á fjórða þúsund viðbragðsaðila glímir við eldana en upptök þeirra eru rakin til brennandi bíls sem var velt út í gil í síðustu viku. Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir meira en 140 þúsund hektara landsvæði frá því að þeir kviknuðu á miðvikudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Það er stærra en Los Angeles-stórborgarsvæðið. Á sjöunda tug bygginga hafa eyðilagst í eldinum en engan hefur sakað til þessa. Íbúum í bæjum í Butte-sýslu var sagt að vera í viðbragðsstöðu að yfirgefa heimili sín í gær, þar á meðal í bænum Paradise sem brann nær til kaldra kola í gróðureldi árið 2018. Slökkviliðsmönnum hefur gengur erfiðlega að ráða niðurlögum eldanna. Aðstæður á vettvangi hafa gert þeim erfitt fyrir, svæðið er brattlent og vindar blása. Einhver árangur náðist þó í gær þegar veðuraðstæður urðu hagfelldari með svalara og rakara lofti, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum með því að velta brennandi bíl út í gil í nágrenni við þekkt útivistarsvæði við borgina Chico í Butte-sýslu. Maðurinn flúði vettvang. Park-eldarnir, eins og þeir hafa verið nefndir, eru umfangsmestu gróðureldarnir í Kaliforníu í ár. Hann er þó aðeins einn af fleiri en hundrað gróðureldum sem brunnu í Bandaríkjunum í gær. Viðvaranir vegna reykmengunar frá eldunum voru í gildi þar sem milljónir manna búa í norðvestanverðum Bandaríkjunum og vestanverðu Kanada í gær. Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Eldarnir eru sagðir hafa farið yfir meira en 140 þúsund hektara landsvæði frá því að þeir kviknuðu á miðvikudag, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Það er stærra en Los Angeles-stórborgarsvæðið. Á sjöunda tug bygginga hafa eyðilagst í eldinum en engan hefur sakað til þessa. Íbúum í bæjum í Butte-sýslu var sagt að vera í viðbragðsstöðu að yfirgefa heimili sín í gær, þar á meðal í bænum Paradise sem brann nær til kaldra kola í gróðureldi árið 2018. Slökkviliðsmönnum hefur gengur erfiðlega að ráða niðurlögum eldanna. Aðstæður á vettvangi hafa gert þeim erfitt fyrir, svæðið er brattlent og vindar blása. Einhver árangur náðist þó í gær þegar veðuraðstæður urðu hagfelldari með svalara og rakara lofti, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa valdið eldsvoðanum með því að velta brennandi bíl út í gil í nágrenni við þekkt útivistarsvæði við borgina Chico í Butte-sýslu. Maðurinn flúði vettvang. Park-eldarnir, eins og þeir hafa verið nefndir, eru umfangsmestu gróðureldarnir í Kaliforníu í ár. Hann er þó aðeins einn af fleiri en hundrað gróðureldum sem brunnu í Bandaríkjunum í gær. Viðvaranir vegna reykmengunar frá eldunum voru í gildi þar sem milljónir manna búa í norðvestanverðum Bandaríkjunum og vestanverðu Kanada í gær.
Bandaríkin Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira