Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Dagur Lárusson skrifar 28. júlí 2024 22:43 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. „Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
„Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31