Ísrael hét hefndum og hæfði skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2024 10:35 Tólf létust þegar eldflaug lenti á fótboltavelli í Gólanhæðum í gær. Ap/Hassan Shams Ísraelski flugherinn segist hafa hæft skotmörk tengd Hezbollah-samtökunum í Líbanon eftir að tólf börn og ungmenni létust í eldflaugaárás á hernumdu svæði Ísraels í Gólanhæðum. Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37
Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent