Ryan Sessegnon aftur heim í Fulham Siggeir Ævarsson skrifar 26. júlí 2024 22:01 Ryan Sessegnon í leik með Fulham fyrir margt löngu vísir/getty Örvfætti miðjumaðurinn Ryan Sessegnon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fulham á frjálsri sölu en Sessegnon var á sínum tími seldur til Tottenham á 25 milljónir punda. Sessegnon þótti afar efnilegur en hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Fulham. Eftir að hafa slegið í gegn þar og leikið 106 deildarleiki var hann seldur til Tottenham árið 2019 en fjölmörg stórlið höfðu áhuga á honum þá. Ferillinn hjá Tottenham fór ágætlega af stað en þrálát meiðsli í lærvöðva hafa haldið honum ítrekað utan vallar síðustu ár. Hann lék raunar ekki sinn fyrsta leik fyrir liðið fyrr en í nóvember 2019 vegna téðra meiðsla. 19y 207d - Ryan Sessegnon has become Spurs' youngest scorer in the Champions League, as well as the first teenager to score for the club in the competition. Dream. #UCL #FCBTOT pic.twitter.com/gTtibf3VU1— OptaJoe (@OptaJoe) December 11, 2019 Tímabilið 2020-21 var hann lánaður til Hoffenheim þar sem hann náði sér aðeins á strik en meiðslin héldu áfram að plaga hann og á síðasta tímabili kom hann aðeins við sögu í einum leik hjá Tottenham. Sessegnon fór í tvær aðgerðir á síðasta tímabili, fyrst á vinstri fæti en lærvöðvinn þar hafði plagað hann árum saman. Hann þurfti svo að fara á aðgerð á hinum fætinum einnig. Sjaldan er ein báran stök eins og þeir segja. Síðustu vikur hefur Sessegnon æft með Crystal Palace en fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa haft áhuga á að láta reyna á hvort Sessegnon hafi náð sér af meiðslum sínum. 🚨⚪️⚫️ EXCLUSIVE: Fulham agree deal to sign Ryan Sessegnon as free agent, here we go!After training with Crystal Palace for weeks, former Spurs LB will join Fulham.Agreement in place as Fulham beat competition from several PL clubs to sign Sessegnon. pic.twitter.com/kj6mIQ76Rw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Sessegnon þótti afar efnilegur en hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Fulham. Eftir að hafa slegið í gegn þar og leikið 106 deildarleiki var hann seldur til Tottenham árið 2019 en fjölmörg stórlið höfðu áhuga á honum þá. Ferillinn hjá Tottenham fór ágætlega af stað en þrálát meiðsli í lærvöðva hafa haldið honum ítrekað utan vallar síðustu ár. Hann lék raunar ekki sinn fyrsta leik fyrir liðið fyrr en í nóvember 2019 vegna téðra meiðsla. 19y 207d - Ryan Sessegnon has become Spurs' youngest scorer in the Champions League, as well as the first teenager to score for the club in the competition. Dream. #UCL #FCBTOT pic.twitter.com/gTtibf3VU1— OptaJoe (@OptaJoe) December 11, 2019 Tímabilið 2020-21 var hann lánaður til Hoffenheim þar sem hann náði sér aðeins á strik en meiðslin héldu áfram að plaga hann og á síðasta tímabili kom hann aðeins við sögu í einum leik hjá Tottenham. Sessegnon fór í tvær aðgerðir á síðasta tímabili, fyrst á vinstri fæti en lærvöðvinn þar hafði plagað hann árum saman. Hann þurfti svo að fara á aðgerð á hinum fætinum einnig. Sjaldan er ein báran stök eins og þeir segja. Síðustu vikur hefur Sessegnon æft með Crystal Palace en fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa haft áhuga á að láta reyna á hvort Sessegnon hafi náð sér af meiðslum sínum. 🚨⚪️⚫️ EXCLUSIVE: Fulham agree deal to sign Ryan Sessegnon as free agent, here we go!After training with Crystal Palace for weeks, former Spurs LB will join Fulham.Agreement in place as Fulham beat competition from several PL clubs to sign Sessegnon. pic.twitter.com/kj6mIQ76Rw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira