„Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2024 13:31 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er bjartsýnn fyrir leik kvöldsins en vill fá sína menn tilbúna til leiks. Vísir/Arnar Stjörnumenn mæta eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Úrslitin gætu ráðið miklu um útkomu einvígsins. Paide sló út velskt lið í fyrstu umferðinni en þetta er fjórða árið í röð sem liðið er í Sambandsdeildinni. Stjörnumenn eru aftur á móti að spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjú ár. Stjarnan vann norður-írska lið Linfield í fyrstu umferðinni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 á Samsungvellinum í Garðabæ og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Við erum að mæta öðruvísi liði Valur Páll Eiríksson ræddi þennan mikilvæga leik við þjálfara Garðbæinga. „Þetta er öðruvísi lið og mjög mikið fótboltalið. Linfield voru mjög breskir og leið vel með langa bolta og mikið af fyrirgjöfum. Við erum að mæta öðruvísi liði og það verður mjög gaman,“ sagði Jökull Elísabetarson. „Við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel, vera klárir og tilbúnir í allt í raun og veru,“ sagði Jökull. Er það kostur eða galli að byrja á heimaleik? Núna eru bara möguleikarnir ágætir „Af einhverjum ástæðum þá er ég mjög ánægður með það í þessu einvígi. Ef maður er með afgerandi sterkari andstæðing þá er freistandi að byrja á útivelli og reyna að harka út hagstæða stöðu yfir á heimavöll. Þá áttu heimavöllinn í framlengingu ef svo ber undir,“ sagði Jökull. „Núna eru bara möguleikarnir ágætir og þá viljum við ná að maxa heimavöllinn okkar eins og hægt er. Fara út með öfluga stöðu, eins öfluga og hægt er. Við náðum því ágætlega síðast og fengum einn á móti markmanni í stöðunni 2-0 sem við hefðum viljað nýta og þá hefðum við allir verið rólegri í leiknum úti,“ sagði Jökull. Stjörnumenn lentu 3-1 undir í seinni leiknum á móti Linfield úti en tókst að tryggja sig áfram með marki á 88. mínútu. Klippa: „Þurfum að vera tilbúnir í allt“ Mikill lærdómur „Já þetta var mikill lærdómur. Margt sem við getum tekið úr þeim leik og einvíginu. Við fórum í varnarsinnaðri uppstillingu til þess að loka á fyrirgjafir. Það tókst ekki því það komu jafnmikið ef ekki fleiri fyrirgjafir. Á móti vorum við færri þegar við vorum með boltann,“ sagði Jökull. „Það var ekki fyrr en við breyttum því í lokin sem við náðum einhverjum tökum á leiknum og komum þessu marki inn. Þegar við breyttum þá leið okkur vel. Mér leið mjög vel að fara inn í framlengingu með þann leik,“ sagði Jökull. „Leikurinn var óþarflega tæpur úti,“ sagði Jökull. Er hann sigurviss fyrir leikinn á móti Paide? „Ef að menn eru klárir og hugarfarið er gott. Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan þá held ég að við eigum góða möguleika á heimavelli,“ sagði Jökull en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira
Paide sló út velskt lið í fyrstu umferðinni en þetta er fjórða árið í röð sem liðið er í Sambandsdeildinni. Stjörnumenn eru aftur á móti að spila í Evrópukeppni í fyrsta sinn í þrjú ár. Stjarnan vann norður-írska lið Linfield í fyrstu umferðinni. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.00 á Samsungvellinum í Garðabæ og verður sýndur beint á Bestu deildar rás Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Við erum að mæta öðruvísi liði Valur Páll Eiríksson ræddi þennan mikilvæga leik við þjálfara Garðbæinga. „Þetta er öðruvísi lið og mjög mikið fótboltalið. Linfield voru mjög breskir og leið vel með langa bolta og mikið af fyrirgjöfum. Við erum að mæta öðruvísi liði og það verður mjög gaman,“ sagði Jökull Elísabetarson. „Við þurfum að nýta heimavöllinn okkar vel, vera klárir og tilbúnir í allt í raun og veru,“ sagði Jökull. Er það kostur eða galli að byrja á heimaleik? Núna eru bara möguleikarnir ágætir „Af einhverjum ástæðum þá er ég mjög ánægður með það í þessu einvígi. Ef maður er með afgerandi sterkari andstæðing þá er freistandi að byrja á útivelli og reyna að harka út hagstæða stöðu yfir á heimavöll. Þá áttu heimavöllinn í framlengingu ef svo ber undir,“ sagði Jökull. „Núna eru bara möguleikarnir ágætir og þá viljum við ná að maxa heimavöllinn okkar eins og hægt er. Fara út með öfluga stöðu, eins öfluga og hægt er. Við náðum því ágætlega síðast og fengum einn á móti markmanni í stöðunni 2-0 sem við hefðum viljað nýta og þá hefðum við allir verið rólegri í leiknum úti,“ sagði Jökull. Stjörnumenn lentu 3-1 undir í seinni leiknum á móti Linfield úti en tókst að tryggja sig áfram með marki á 88. mínútu. Klippa: „Þurfum að vera tilbúnir í allt“ Mikill lærdómur „Já þetta var mikill lærdómur. Margt sem við getum tekið úr þeim leik og einvíginu. Við fórum í varnarsinnaðri uppstillingu til þess að loka á fyrirgjafir. Það tókst ekki því það komu jafnmikið ef ekki fleiri fyrirgjafir. Á móti vorum við færri þegar við vorum með boltann,“ sagði Jökull. „Það var ekki fyrr en við breyttum því í lokin sem við náðum einhverjum tökum á leiknum og komum þessu marki inn. Þegar við breyttum þá leið okkur vel. Mér leið mjög vel að fara inn í framlengingu með þann leik,“ sagði Jökull. „Leikurinn var óþarflega tæpur úti,“ sagði Jökull. Er hann sigurviss fyrir leikinn á móti Paide? „Ef að menn eru klárir og hugarfarið er gott. Ef menn eru tilbúnir að fara út og deyja fyrir hver annan þá held ég að við eigum góða möguleika á heimavelli,“ sagði Jökull en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Sjá meira
„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00
„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30