Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 07:30 Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association. Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. Hagsmunasamtökin sem um ræðir heita The European Gaming and Betting Association. Þau eru starfrækt frá Brussel í Belgíu, en þekkt veðmálafyrirtæki líkt og Betsson og Bet365 eru aðilar að samtökunum. Grein Haijers hefst á gagnrýni í garð Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem sagði í Sprengisandi á Bylgjunni að ýmis Evrópulönd væru að loka ólöglegum fjárhættuspilasíðum á netinu. Haijers segir umræddar síður, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, ekki vera ólöglegar og þá séu Evrópuríki frekar að styrkja umgjörð þeirra frekar en að loka þeim. „Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir,“ segir Haijer. Lárus sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að sér þætti ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus sem vísaði til fregna um að veðmálafyrirtækið Coolbet hefði verið ansi áberandi í kringum útilegu Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands Neytendur fari á vafasamar vefsíður í íslenska umhverfinu Í grein sinni segir Haijer núgildandi regluverk, þar sem Íslenskar getraunir einoki markaðinn, bæði fara á skjön við hvernig önnur Evrópulönd tækli málið og hvernig Íslendingar sjálfir kjósi að haga viðskiptum sínum. „Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin.“ Haijer segir umrædda leit neytandans að veðmálasíðum geta leitt þá á óöruggar síður sem séu reknar af vafasömum fyrirtækjum. „Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda,“ segir hann. Segir leyfiskerfi ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu Jafnframt hvetur Haijer íslensk stjórnvöld til að taka upp leyfiskerfi. Að hans sögn mun það verða til þess að vafasamar vefsíður muni hafa erfitt fyrir og að það myndi afla íslenska ríkinu meiri skatttekna. Hann segir fjárhagslega ávinningin ótvíræðan. Þá segir hann að upptaka slíks kerfis í Danmörku og Svíþjóð hafa sýnt að það hafi jákvæð áhrif á markaðinn. Haijer segir það ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. „Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi,“ segir hann. „Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu.“ Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hagsmunasamtökin sem um ræðir heita The European Gaming and Betting Association. Þau eru starfrækt frá Brussel í Belgíu, en þekkt veðmálafyrirtæki líkt og Betsson og Bet365 eru aðilar að samtökunum. Grein Haijers hefst á gagnrýni í garð Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem sagði í Sprengisandi á Bylgjunni að ýmis Evrópulönd væru að loka ólöglegum fjárhættuspilasíðum á netinu. Haijers segir umræddar síður, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, ekki vera ólöglegar og þá séu Evrópuríki frekar að styrkja umgjörð þeirra frekar en að loka þeim. „Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir,“ segir Haijer. Lárus sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að sér þætti ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus sem vísaði til fregna um að veðmálafyrirtækið Coolbet hefði verið ansi áberandi í kringum útilegu Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands Neytendur fari á vafasamar vefsíður í íslenska umhverfinu Í grein sinni segir Haijer núgildandi regluverk, þar sem Íslenskar getraunir einoki markaðinn, bæði fara á skjön við hvernig önnur Evrópulönd tækli málið og hvernig Íslendingar sjálfir kjósi að haga viðskiptum sínum. „Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin.“ Haijer segir umrædda leit neytandans að veðmálasíðum geta leitt þá á óöruggar síður sem séu reknar af vafasömum fyrirtækjum. „Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda,“ segir hann. Segir leyfiskerfi ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu Jafnframt hvetur Haijer íslensk stjórnvöld til að taka upp leyfiskerfi. Að hans sögn mun það verða til þess að vafasamar vefsíður muni hafa erfitt fyrir og að það myndi afla íslenska ríkinu meiri skatttekna. Hann segir fjárhagslega ávinningin ótvíræðan. Þá segir hann að upptaka slíks kerfis í Danmörku og Svíþjóð hafa sýnt að það hafi jákvæð áhrif á markaðinn. Haijer segir það ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. „Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi,“ segir hann. „Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu.“
Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira