Stjórnvöld verði að stöðva erlendu veðmálasíðurnar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2024 19:07 Lárus Blöndal er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Vísir/Einar Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir það ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Þrátt fyrir að rekstur veðmálafyrirtækja sé bannaður hér á landi nema með leyfi frá dómsmálaráðuneytinu stunda fjölmargir Íslendingar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sem ekki eru skráðar hér. Einungis má reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Íslendingar eyða allt að tuttugu milljörðum króna á ári á þessum erlendu síðum. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem rekur meðal annars Lottó og Lengjuna, segir óskiljanlegt að erlendu fyrirtækin fái að starfa óáreitt hér á landi. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus. Formaður starfshóps um úrbætur á veðmálamarkaði kallaði eftir því að starfsemi síðnanna yrði lögleg og reglusett. Lárusi finnst ólíklegt að það gerist. „Það er akkúrat það sem við viljum stoppa, því þetta er ólögleg starfsemi. Það að hún fái að troða sér inn í samfélagið, það á ekki að líðast. Og það er kannski vandinn sem hefur verið látinn líðast allt of lengi,“ segir Lárus. Stjórnvöld þurfi að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti sem allra fyrst. Síðasta breyting var gerð á lögunum árið 2011, löngu áður en erlendu netspilavítin fóru að sækja á íslenskan markað. „Við höfum barist fyrir því í áratugi að tækla þetta, frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þegar tæknin er orðin þannig að það á að vera mjög auðvelt að bregðast við þessu. Taka niður síður og stöðva greiðslumiðlun,“ segir Lárus. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Þrátt fyrir að rekstur veðmálafyrirtækja sé bannaður hér á landi nema með leyfi frá dómsmálaráðuneytinu stunda fjölmargir Íslendingar fjárhættuspil á erlendum vefsíðum sem ekki eru skráðar hér. Einungis má reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Íslendingar eyða allt að tuttugu milljörðum króna á ári á þessum erlendu síðum. Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem rekur meðal annars Lottó og Lengjuna, segir óskiljanlegt að erlendu fyrirtækin fái að starfa óáreitt hér á landi. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus. Formaður starfshóps um úrbætur á veðmálamarkaði kallaði eftir því að starfsemi síðnanna yrði lögleg og reglusett. Lárusi finnst ólíklegt að það gerist. „Það er akkúrat það sem við viljum stoppa, því þetta er ólögleg starfsemi. Það að hún fái að troða sér inn í samfélagið, það á ekki að líðast. Og það er kannski vandinn sem hefur verið látinn líðast allt of lengi,“ segir Lárus. Stjórnvöld þurfi að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti sem allra fyrst. Síðasta breyting var gerð á lögunum árið 2011, löngu áður en erlendu netspilavítin fóru að sækja á íslenskan markað. „Við höfum barist fyrir því í áratugi að tækla þetta, frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þegar tæknin er orðin þannig að það á að vera mjög auðvelt að bregðast við þessu. Taka niður síður og stöðva greiðslumiðlun,“ segir Lárus.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11