Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Jón Þór Stefánsson skrifar 24. júlí 2024 07:30 Maarten Haijer, framkvæmdastjóri The European Gaming and Betting Association. Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. Hagsmunasamtökin sem um ræðir heita The European Gaming and Betting Association. Þau eru starfrækt frá Brussel í Belgíu, en þekkt veðmálafyrirtæki líkt og Betsson og Bet365 eru aðilar að samtökunum. Grein Haijers hefst á gagnrýni í garð Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem sagði í Sprengisandi á Bylgjunni að ýmis Evrópulönd væru að loka ólöglegum fjárhættuspilasíðum á netinu. Haijers segir umræddar síður, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, ekki vera ólöglegar og þá séu Evrópuríki frekar að styrkja umgjörð þeirra frekar en að loka þeim. „Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir,“ segir Haijer. Lárus sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að sér þætti ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus sem vísaði til fregna um að veðmálafyrirtækið Coolbet hefði verið ansi áberandi í kringum útilegu Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands Neytendur fari á vafasamar vefsíður í íslenska umhverfinu Í grein sinni segir Haijer núgildandi regluverk, þar sem Íslenskar getraunir einoki markaðinn, bæði fara á skjön við hvernig önnur Evrópulönd tækli málið og hvernig Íslendingar sjálfir kjósi að haga viðskiptum sínum. „Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin.“ Haijer segir umrædda leit neytandans að veðmálasíðum geta leitt þá á óöruggar síður sem séu reknar af vafasömum fyrirtækjum. „Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda,“ segir hann. Segir leyfiskerfi ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu Jafnframt hvetur Haijer íslensk stjórnvöld til að taka upp leyfiskerfi. Að hans sögn mun það verða til þess að vafasamar vefsíður muni hafa erfitt fyrir og að það myndi afla íslenska ríkinu meiri skatttekna. Hann segir fjárhagslega ávinningin ótvíræðan. Þá segir hann að upptaka slíks kerfis í Danmörku og Svíþjóð hafa sýnt að það hafi jákvæð áhrif á markaðinn. Haijer segir það ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. „Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi,“ segir hann. „Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu.“ Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Hagsmunasamtökin sem um ræðir heita The European Gaming and Betting Association. Þau eru starfrækt frá Brussel í Belgíu, en þekkt veðmálafyrirtæki líkt og Betsson og Bet365 eru aðilar að samtökunum. Grein Haijers hefst á gagnrýni í garð Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem sagði í Sprengisandi á Bylgjunni að ýmis Evrópulönd væru að loka ólöglegum fjárhættuspilasíðum á netinu. Haijers segir umræddar síður, sem eru starfræktar af einkafyrirtækjum, ekki vera ólöglegar og þá séu Evrópuríki frekar að styrkja umgjörð þeirra frekar en að loka þeim. „Um alla álfuna hafa lönd afnumið í áföngum þrönga einokun happdrættis- og veðmálafyrirtækja og innleitt leyfiskerfi sem er opið ábyrgum þjónustufyrirtækjum að uppfylltum ströngum skilyrðum. Breytingarnar taka ekki síst mið af því að um starfsemi á netinu gilda önnur lögmál en hefðbundin landamæri ná yfir,“ segir Haijer. Lárus sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að sér þætti ólíðandi að erlendar veðmálasíður fái að troða sér inn í íslenskt samfélag. „Það er hins vegar íslenskra stjórnvalda að stoppa ólöglega starfsemi í landinu og þetta er bara partur af henni. Svo er maður að lesa að einhver af þessum fyrirtækjum séu að styrkja menntaskólanema til að halda eitthvað djamm og guð veit hvað. Þetta gengur bara ekki upp og það verður að grípa til einhverra ráða til að stoppa þetta,“ segir Lárus sem vísaði til fregna um að veðmálafyrirtækið Coolbet hefði verið ansi áberandi í kringum útilegu Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands Neytendur fari á vafasamar vefsíður í íslenska umhverfinu Í grein sinni segir Haijer núgildandi regluverk, þar sem Íslenskar getraunir einoki markaðinn, bæði fara á skjön við hvernig önnur Evrópulönd tækli málið og hvernig Íslendingar sjálfir kjósi að haga viðskiptum sínum. „Það liggur í hlutarins eðli að einokunarstarfsemi takmarkar val neytenda. Fjárhættuspili á netinu er verðdrifnn markaður. Fólk spilar fyrir eigin fjármuni og vill eðlilega hámarka mögulega ávöxtun sína. Tilraunir til að takmarka val neytenda með einokun skapar því fleiri vandamál en það leysir. Þeir sem vilja veðja á úrslit íþróttaleikja eða stunda önnur fjárhættuspil leita uppi valkosti sem bjóða betur en einokunarfyrirtækin.“ Haijer segir umrædda leit neytandans að veðmálasíðum geta leitt þá á óöruggar síður sem séu reknar af vafasömum fyrirtækjum. „Þessi áhætta fyrir neytendur er raunveruleg og er ein meginástæða þess að mikilvægt er að innleiða leyfiskerfi á Íslandi. Það myndi hvetja fleiri spilara til að sækja í þjónustu traustra fyrirtækja sem leggja höfuðáherslu á öruggari fjárhættuspil og réttindi neytenda,“ segir hann. Segir leyfiskerfi ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu Jafnframt hvetur Haijer íslensk stjórnvöld til að taka upp leyfiskerfi. Að hans sögn mun það verða til þess að vafasamar vefsíður muni hafa erfitt fyrir og að það myndi afla íslenska ríkinu meiri skatttekna. Hann segir fjárhagslega ávinningin ótvíræðan. Þá segir hann að upptaka slíks kerfis í Danmörku og Svíþjóð hafa sýnt að það hafi jákvæð áhrif á markaðinn. Haijer segir það ekki auka óheilbrigð fjárhættuspil á netinu. „Upptaka leyfiskerfis snýst ekki um að hvetja fleiri til að stunda fjárhættuspil. Þvert á móti snýst slík breyting um að búa til reglusett umhverfi sem er öruggara fyrir spilara en núverandi umhverfi á Íslandi,“ segir hann. „Það er kominn tími til að Ísland stokki spilin og gefi upp á nýtt í nálgun sinni á regluverki um fjárhættuspil. Þannig getur landið fært sig inn í nútímann og lagað sig að því umhverfi sem tíðkast um alla Evrópu.“
Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira