Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2024 07:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, (til vinstri) og Aleksander Ceferin, forseti UEFA (til hægri). Vísir/EPA Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að samband deilda í Evrópu, sem samanstendur af 39 deildum og 1130 félögum í 33 löndum, ætli að leggja inn kvörtun til að vernda velferð leikmanna Evrópu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar pressu frá leikmannasamtökum og forráðamanna stærstu deilda Evrópu vegna fjölda leikja hjá stærstu liðum álfunnar. #FIFPRO Europe and @EuropeanLeagues will jointly file a formal complaint to the @EU_Commission against FIFA regarding the international match calendar.Our joint statement ⬇️ pic.twitter.com/qgLQaNvz6g— FIFPRO (@FIFPRO) July 23, 2024 Leikmannsamtökin FIFpro segir í yfirlýsingu sinni að fjöldi leikja sé fallvaltur og ógni heilsu leikmanna. Þar segir einnig að ákvörðun FIFA að taka eigin keppnir og auglýsingatekjur sem þeim fylgja hafi skaðað bæði fjárhagslega hagsmuni landsdeilda (Premier League, La Liga, Serie A, Bundesliga og svo framvegis) sem og velferð leikmanna. „Lagalega leiðin er nú eina rökrétta skrefið fyrir deildir Evrópu og leikmannasamtök til að vernda fótbolta, vistkerfi hans og vinnuafl,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Í maí á þessu ári neitaði FIFA því að Fifpro og samband landsdeilda heimsins, World League Association, hafi ekki verið með í ráðum þegar 32-liða heimsmeistaramót félagsliða var stofnað. The top European leagues, including the Premier League, and the global players' union Fifpro will launch legal action against world governing body Fifa over its "abuse of dominance" in the game.#BBCFootball pic.twitter.com/WDvclPtNjI— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 Alls taka 12 þjóðir frá Evrópu þátt í mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Mótið er talsvert líkara því sem þekkist í landsliðafótbolta en það hefst þann 15. júní og endar 13. júlí. FIFA segir forráðamenn deildanna vera hræsnara þar sem leikmenn liðanna ferðast heimshorna á milli á undirbúningstímabilinu. Þá segir talsmaður FIFA að núverandi dagatal sambandsins hafi verið samþykkt af ráði FIFA eftir samráð við alla aðila nefnda hér að ofan. Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að samband deilda í Evrópu, sem samanstendur af 39 deildum og 1130 félögum í 33 löndum, ætli að leggja inn kvörtun til að vernda velferð leikmanna Evrópu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar pressu frá leikmannasamtökum og forráðamanna stærstu deilda Evrópu vegna fjölda leikja hjá stærstu liðum álfunnar. #FIFPRO Europe and @EuropeanLeagues will jointly file a formal complaint to the @EU_Commission against FIFA regarding the international match calendar.Our joint statement ⬇️ pic.twitter.com/qgLQaNvz6g— FIFPRO (@FIFPRO) July 23, 2024 Leikmannsamtökin FIFpro segir í yfirlýsingu sinni að fjöldi leikja sé fallvaltur og ógni heilsu leikmanna. Þar segir einnig að ákvörðun FIFA að taka eigin keppnir og auglýsingatekjur sem þeim fylgja hafi skaðað bæði fjárhagslega hagsmuni landsdeilda (Premier League, La Liga, Serie A, Bundesliga og svo framvegis) sem og velferð leikmanna. „Lagalega leiðin er nú eina rökrétta skrefið fyrir deildir Evrópu og leikmannasamtök til að vernda fótbolta, vistkerfi hans og vinnuafl,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Í maí á þessu ári neitaði FIFA því að Fifpro og samband landsdeilda heimsins, World League Association, hafi ekki verið með í ráðum þegar 32-liða heimsmeistaramót félagsliða var stofnað. The top European leagues, including the Premier League, and the global players' union Fifpro will launch legal action against world governing body Fifa over its "abuse of dominance" in the game.#BBCFootball pic.twitter.com/WDvclPtNjI— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 Alls taka 12 þjóðir frá Evrópu þátt í mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Mótið er talsvert líkara því sem þekkist í landsliðafótbolta en það hefst þann 15. júní og endar 13. júlí. FIFA segir forráðamenn deildanna vera hræsnara þar sem leikmenn liðanna ferðast heimshorna á milli á undirbúningstímabilinu. Þá segir talsmaður FIFA að núverandi dagatal sambandsins hafi verið samþykkt af ráði FIFA eftir samráð við alla aðila nefnda hér að ofan.
Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira