„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. júlí 2024 09:09 Friðjón Friðjónsson segir sigurlíkur Demókrataflokksins munu aukast eftir ákvörðun Biden. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. „Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira