Obi, sem er fæddur 2007, hefur verið í herbúðum Arsenal síðan 2022 og raðað inn mörkum fyrir ungliðalið félagsins og spilað töluvert upp fyrir sig í aldri. Hann afrekaði meðal annars að skora tíu mörk þegar 16 ára lið Arsenal lagði Liverpool 14-3 og sjö mörk þegar liðið lagði Norwich 9-0.
Þessi frammistaða vakti að vonum athygli innan herbúða Arsenal og var Obi kallaður á æfingar með aðalliðinu síðasta haust. Hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína í ensku úrvalseildinni en þess verður eflaust ekki langt að bíða ef hann verður jafn iðinn við kolann í markaskorun.
🚨🔴 Manchester United want to close Chido Obi Martin deal and pushing to get it sealed as soon as possible.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 21, 2024
Understand Chido will make his final decision in the next hours/days after visiting several clubs in UK and Germany, it’s considered imminent. pic.twitter.com/dXad7Th9t3
Obi er fæddur í Danmörku en gekk til liðs við akademíu Arsenal þegar hann var 14 ára gamall. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Danmerkur og Englands. Hann heimsótti æfingasvæði United í vikunni en United er þó ekki eina liðið sem hefur áhuga á kröftum hans, þar sem bæði Newcastle og Bayern Munich hafa falast eftir því að semja við hann.