Mainoo nýtt skotmark Souness: „Hann er enn að læra leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 18:16 Souness vill meira frá hinum 19 ára gamla Mainoo. Stu Forster/Getty Images Eftir að hafa úthúðað Paul Pogba í nær hvert einasta skipti sem hann spilaði fyrir Manchester United þá hefur „sparkspekingurinn“ Grame Souness fundið sér nýtt skotmark. Sá á margt sameiginlegt með Pogba, til að mynda er hann miðjumaður Man United. Hinn 19 ára gamli Mainoo kom eins og stormsveipur inn í annars ömurlegt lið Man United á síðustu leiktíð, sýndi fádæma þroska í spilamennsku sinni á miðri miðjunni og átti stóran þátt í því að liðið sigraði Englandsmeistara Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Mainoo var í kjölfarið valinn í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið sem fram fór í Þýskalandi nú í sumar. Eftir slaka frammistöðu í riðlakeppninni ákvað þjálfari Englands, Gareth Southgate, að byrja með Mainoo á miðjunni það sem eftir lifði móts en enskir fóru alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu gegn Spáni. Í stað þess að beina spjótum sínum að öðrum leikmönnum liðsins ákvað Souness að láta hinn „unga og óþroskaða“ Mainoo fá það óþvegið. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði Mainoo bæði ungan og óþroskaðan þrátt fyrir að hann væri „hæfileikaríkur“ þegar boltinn væri við fætur hans. Þá sagði Souness að Mainoo færi of frjálslega upp völlinn og ekki í sinni stöðu fyrir miðju vallarins. „Hann skilur ekki stöðuna sína nægilega vel. Hann fer of frjálslega upp völlinn og tæmir þar með miðjuna á vellinum. Ég horfði á leikinn gegn Íslandi í aðdraganda mótsins og þar var hann togaður úr stöðu hægri, vinstri.“ „Þetta er barnaskapur, hann er enn að læra leikinn,“ bætti Souness við. Þá gagnrýndi hann leikstíl Englands á mótinu þar sem hann sagði liðið hafa verið best þegar það lenti marki undir og fór loks að sækja. Fram að því spilaði það nær eingöngu til baka eða til hliðar. Að endingu gagnrýndi hann Declan Rice, kollega Mainoo á miðri miðjunni: „Ég lagðist í smá heimildavinnu og komst að því að Rice átti bara eina heppnaða sendingu fram á við í öllum leiknum gegn Spáni. Ein sending fram á við í 90 mínútur hjá miðjumanni, það á ekki að vera hægt!“ Eftir tapið gegn Spáni ákvað Southgate að segja af sér og hefur enska knattspyrnusambandið þegar hafið leitina að næsta þjálfara. Hver veit nema Souness stingi sínu nafni í hattinn. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). 21. september 2023 08:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Grealish tilbúinn að djamma með Souness ef Pogba fær að koma með Jack Grealish, leikmaður Manchester City, og Graeme Souness, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman síðustu vikur með ummælum sínum í fjölmiðlum. 24. september 2022 13:31 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Mainoo kom eins og stormsveipur inn í annars ömurlegt lið Man United á síðustu leiktíð, sýndi fádæma þroska í spilamennsku sinni á miðri miðjunni og átti stóran þátt í því að liðið sigraði Englandsmeistara Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Mainoo var í kjölfarið valinn í enska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið sem fram fór í Þýskalandi nú í sumar. Eftir slaka frammistöðu í riðlakeppninni ákvað þjálfari Englands, Gareth Southgate, að byrja með Mainoo á miðjunni það sem eftir lifði móts en enskir fóru alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu gegn Spáni. Í stað þess að beina spjótum sínum að öðrum leikmönnum liðsins ákvað Souness að láta hinn „unga og óþroskaða“ Mainoo fá það óþvegið. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann sagði Mainoo bæði ungan og óþroskaðan þrátt fyrir að hann væri „hæfileikaríkur“ þegar boltinn væri við fætur hans. Þá sagði Souness að Mainoo færi of frjálslega upp völlinn og ekki í sinni stöðu fyrir miðju vallarins. „Hann skilur ekki stöðuna sína nægilega vel. Hann fer of frjálslega upp völlinn og tæmir þar með miðjuna á vellinum. Ég horfði á leikinn gegn Íslandi í aðdraganda mótsins og þar var hann togaður úr stöðu hægri, vinstri.“ „Þetta er barnaskapur, hann er enn að læra leikinn,“ bætti Souness við. Þá gagnrýndi hann leikstíl Englands á mótinu þar sem hann sagði liðið hafa verið best þegar það lenti marki undir og fór loks að sækja. Fram að því spilaði það nær eingöngu til baka eða til hliðar. Að endingu gagnrýndi hann Declan Rice, kollega Mainoo á miðri miðjunni: „Ég lagðist í smá heimildavinnu og komst að því að Rice átti bara eina heppnaða sendingu fram á við í öllum leiknum gegn Spáni. Ein sending fram á við í 90 mínútur hjá miðjumanni, það á ekki að vera hægt!“ Eftir tapið gegn Spáni ákvað Southgate að segja af sér og hefur enska knattspyrnusambandið þegar hafið leitina að næsta þjálfara. Hver veit nema Souness stingi sínu nafni í hattinn.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). 21. september 2023 08:00 Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30 Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01 Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00 Grealish tilbúinn að djamma með Souness ef Pogba fær að koma með Jack Grealish, leikmaður Manchester City, og Graeme Souness, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman síðustu vikur með ummælum sínum í fjölmiðlum. 24. september 2022 13:31 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Sjá meira
Souness getur ekki hætt að gagnrýna Pogba Graeme Souness virðist ekki geta hætt að tjá sig um hinn franska Paul Pogba. Nú síðast lét hann þau orð falla að Pogba væri „latur ræfill“ (e. lazy twat). 21. september 2023 08:00
Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. 15. apríl 2020 09:30
Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 16. ágúst 2021 07:01
Souness heldur því enn fram að Pogba leggi ekki nógu mikið á sig Graham Souness, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið einn harðasti gagnrýnandi Paul Pogba undanfarin misseri. Pogba hefur komið til baka úr meiðslum og spilað í síðustu tveimur leikjum Manchester United en Souness er enn ekki hrifinn. 25. júní 2020 13:00
Grealish tilbúinn að djamma með Souness ef Pogba fær að koma með Jack Grealish, leikmaður Manchester City, og Graeme Souness, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman síðustu vikur með ummælum sínum í fjölmiðlum. 24. september 2022 13:31