Souness svaraði Pogba til baka og bað hann um að sýna sér medalíurnar Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2020 09:30 Souness átti flottan feril sem leikmaður, þó að Paul Pogba viti ekki hver hann er. vísir/getty Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. Souness hefur verið einn helsti gagnrýnandi franska heimsmeistarans frá því að hann kom aftur í enska boltann en hinn 66 ára Souness hefur starfað hjá Sky Sports undanfarin ár. Þar hefur hann skotið föstum skotum á Pogba; meðal annars að hann hugsi meira um lífið utan vallar en innan. Pogba var svo í viðtali í á dögnunum þar sem hann einfaldlega viðurkenndi að hann vissi ekki hver Souness væri. Jamie Carragher spurði Souness út í þessi ummæli í fótboltaættinum The Football Show á Sky Sports í gær. „Ég er ánægður með þetta. Elsti hluturinn í fótbolta kemur upp í hugann á þér: sýndu mér allar medalíurnar,“ sagði Souness í léttum tón í spjalli við Carragher og David Jones hjá Sky Sports. English First Division - European Cup - League Cup - "Graeme can show him the medals!" The #SkyFootballShow discuss Paul Pogba's recent comments about Graeme Souness... pic.twitter.com/1Xo5KX9W19— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2020 Souness á allt í allt fjórtán titla; fimm sinnum varð hann Englandsmeistari, þrisvar vann hann enska bikarinn, einu sinni Evrópubikarinn, einu sinni ítalska bikarinn, einu sinni skoska bikarinn og einu sinni skosku deildina. Pogba á hins vegar níu titla en á þó nokkur ár eftir í fótboltanum. Hann vann ítölsku deildina með Juventus fjórum sinnum, ítalska bikarinn í tvígang, enska deildarbikarinn einu sinni, Evrópudeildina einu sinni og svo gull með Frakklandi á HM 2018. Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Graeme Souness hefur verið óhræddur við að gagnrýna Paul Pogba undanfarnar vikur og mánuði eftir að hann snéri aftur til Englands en Pogba steig svo fram í gær og viðurkenndi að hann vissi ekkert hver Souness væri. Souness hefur verið einn helsti gagnrýnandi franska heimsmeistarans frá því að hann kom aftur í enska boltann en hinn 66 ára Souness hefur starfað hjá Sky Sports undanfarin ár. Þar hefur hann skotið föstum skotum á Pogba; meðal annars að hann hugsi meira um lífið utan vallar en innan. Pogba var svo í viðtali í á dögnunum þar sem hann einfaldlega viðurkenndi að hann vissi ekki hver Souness væri. Jamie Carragher spurði Souness út í þessi ummæli í fótboltaættinum The Football Show á Sky Sports í gær. „Ég er ánægður með þetta. Elsti hluturinn í fótbolta kemur upp í hugann á þér: sýndu mér allar medalíurnar,“ sagði Souness í léttum tón í spjalli við Carragher og David Jones hjá Sky Sports. English First Division - European Cup - League Cup - "Graeme can show him the medals!" The #SkyFootballShow discuss Paul Pogba's recent comments about Graeme Souness... pic.twitter.com/1Xo5KX9W19— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2020 Souness á allt í allt fjórtán titla; fimm sinnum varð hann Englandsmeistari, þrisvar vann hann enska bikarinn, einu sinni Evrópubikarinn, einu sinni ítalska bikarinn, einu sinni skoska bikarinn og einu sinni skosku deildina. Pogba á hins vegar níu titla en á þó nokkur ár eftir í fótboltanum. Hann vann ítölsku deildina með Juventus fjórum sinnum, ítalska bikarinn í tvígang, enska deildarbikarinn einu sinni, Evrópudeildina einu sinni og svo gull með Frakklandi á HM 2018.
Enski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira