Eitraði fyrir sjálfri sér og ferðafélögum sínum með blásýru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2024 10:13 Blásýra fannst í öllum tebollunum sem drukkið var úr. Lögregluyfirvöld á Taílandi Blásýra fannst í tebollum á Grand Hyatt Erawan-hótelinu í Bangkok á Taílandi þar sem sex fundust látnir á þriðjudag. Einn af látnu er grunaður um að hafa eitrað fyrir hópnum. Aðstoðarlögreglustjórinn Noppassin Poonsawat sagði á blaðamannafundi í morgun að fólkið hefði skráð sig inn á hótelið á mismunandi tímum yfir helgina og fengið úthlutað fimm herbergjum. Það átti að skrá sig út á mánudag en gerði það ekki. Um var að ræða fjóra Víetnama; Thi Nguyen Phuong, 46 ára, eiginmann hennar Hong Pham Thanh, 49 ára, Thi Nguyen Phuong Lan, 47 ára, og Dinh Tran Phu, 37 ára, og tvo Bandaríkjamenn; Sherine Chong, 56 ára, og Dang Hung Van, 55 ára. Fólkið er sagt hafa komið saman í einu herbergjanna á mánudag og pantað mat. Chong tók á móti matnum og afþakkaði boð þjóns um að búa til te. Sagði þjónninn Chong hafa verið fámála og stressaða. Skuldir líklega ástæða morðanna Þegar allir voru komnir virðist herberginu hafa verið læst að innan en myndir af vettvangi sýna að maturinn var að stærstum hluta látinn óhreyfður. Hins vegar hafði verið drukkið úr öllum tebollunum, sem reyndust allir hafa innihaldið blásýru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Thi Nguyen Phuong og Hong Pham Thanh, sem áttu vegavinnufyrirtæki, lánuðu Chong tugi eða hundruð milljóna til að fjárfesta í sjúkrahúsframkvæmdum í Japan. Þá virðist Dinh Tran Phu, sem var förðunarfræðingur, ráðinn af Chong fyrir ferðina, einnig hafa verið plataður til að fjárfesta í verkefninu. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, heimsótti hótelið í gær og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu, sem hann sagði einangrað og ekki ógn við þjóðaröryggi landsins. Þá freistaði hann þess að fullvissa almenning um að öryggi ferðamanna væri tryggt. Taíland Víetnam Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Aðstoðarlögreglustjórinn Noppassin Poonsawat sagði á blaðamannafundi í morgun að fólkið hefði skráð sig inn á hótelið á mismunandi tímum yfir helgina og fengið úthlutað fimm herbergjum. Það átti að skrá sig út á mánudag en gerði það ekki. Um var að ræða fjóra Víetnama; Thi Nguyen Phuong, 46 ára, eiginmann hennar Hong Pham Thanh, 49 ára, Thi Nguyen Phuong Lan, 47 ára, og Dinh Tran Phu, 37 ára, og tvo Bandaríkjamenn; Sherine Chong, 56 ára, og Dang Hung Van, 55 ára. Fólkið er sagt hafa komið saman í einu herbergjanna á mánudag og pantað mat. Chong tók á móti matnum og afþakkaði boð þjóns um að búa til te. Sagði þjónninn Chong hafa verið fámála og stressaða. Skuldir líklega ástæða morðanna Þegar allir voru komnir virðist herberginu hafa verið læst að innan en myndir af vettvangi sýna að maturinn var að stærstum hluta látinn óhreyfður. Hins vegar hafði verið drukkið úr öllum tebollunum, sem reyndust allir hafa innihaldið blásýru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að Thi Nguyen Phuong og Hong Pham Thanh, sem áttu vegavinnufyrirtæki, lánuðu Chong tugi eða hundruð milljóna til að fjárfesta í sjúkrahúsframkvæmdum í Japan. Þá virðist Dinh Tran Phu, sem var förðunarfræðingur, ráðinn af Chong fyrir ferðina, einnig hafa verið plataður til að fjárfesta í verkefninu. Srettha Thavisin, forsætisráðherra Taílands, heimsótti hótelið í gær og fyrirskipaði rannsókn á atvikinu, sem hann sagði einangrað og ekki ógn við þjóðaröryggi landsins. Þá freistaði hann þess að fullvissa almenning um að öryggi ferðamanna væri tryggt.
Taíland Víetnam Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira