Real Madrid hefur áður sýnt Alexander-Arnold áhuga en nú ætlar félagið að gera alvöru atlögu að því að semja við hægri bakvörðinn.
Samningur Alexander-Arnolds við Liverpool rennur út næsta sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu.
Bild í Þýskalandi greinir frá því Alexander-Arnold sé sjálfur áhugasamur um að ganga til liðs við Real Madrid sem vann spænsku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili.
Alexander-Arnold var í enska landsliðshópnum sem vann til silfurverðlauna á EM í Þýskalandi.
Hinn 25 ára Alexander-Arnold hefur leikið með Liverpool allan sinn feril og unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu.