Svona var vettvangur árásarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 10:04 Svona mun vettvangur árásarinnar hafa verið við bæinn Butler í Pennsylvaníuríki. Google Earth/Vísir/Jón Þór Skotárás sem beindist að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gærkvöldi var framin á fjölmennum kosningafundi í Pennsylvaníuríki, nánar tiltekið á vinsælum samkomustað við bæinn Butler. Samkomustaðurinn heitir Butler Farm Show Grounds í höfuðið á hátíðinni Butler Farm Show sem hefur verið haldinn á svæðinu í rúmlega sjötíu ár. Á skýringarmynd sem má sjá hér að ofan má sjá vettvang árásarinnar eins og honum er lýst í fjölmiðlum vestanhafs. Þess má geta að miðlarnir eru ekki allir á sama máli um ýmsar staðsetningar, en þar má aðallega nefna staðsetningu skyttu sem felldi árásarmanninn og hvar áhorfendur sem særðust voru staðsettir. Við teikningu á myndinni hér að ofan var aðallega stuðst við teikningu New York Times. Sviðið þar sem Trump var að halda ræðu þegar árásarmaðurinn hleypti af er táknað með stórum svörtum kassa. Kassinn er umkringdur öðrum svörtum kössum sem tákna stúkur þar sem áhorfendur fylgdust með. Í einni stúkunni særðist einn áhorfandi alvarlega, en einn lést og þrír slösuðust í árásinni með Trump meðtöldum. Á þaki húss, sem hefur verið á hægri hönd Trumps, er talið að maður að nafni Thomas Matthew Crooks hafi hleypt af um það bil sex skotum. Eitt þeirra er sagt hafa hæft eyra Trumps. Þetta þak er táknað með rauðum punkti á myndinni, en myndefni frá vettvangi sýnir lík hans uppi á umræddu þaki. Á öðru þaki, á hlöðu fyrir aftan Trump, voru skyttur bandarísku leyniþjónustunnar. Eftir að árásarmaðurinn skaut að Trump skaut skytta árásarmanninn sem lést vegna þess. Trump hlaut minni háttar meiðsli á eyra og hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Samkomustaðurinn heitir Butler Farm Show Grounds í höfuðið á hátíðinni Butler Farm Show sem hefur verið haldinn á svæðinu í rúmlega sjötíu ár. Á skýringarmynd sem má sjá hér að ofan má sjá vettvang árásarinnar eins og honum er lýst í fjölmiðlum vestanhafs. Þess má geta að miðlarnir eru ekki allir á sama máli um ýmsar staðsetningar, en þar má aðallega nefna staðsetningu skyttu sem felldi árásarmanninn og hvar áhorfendur sem særðust voru staðsettir. Við teikningu á myndinni hér að ofan var aðallega stuðst við teikningu New York Times. Sviðið þar sem Trump var að halda ræðu þegar árásarmaðurinn hleypti af er táknað með stórum svörtum kassa. Kassinn er umkringdur öðrum svörtum kössum sem tákna stúkur þar sem áhorfendur fylgdust með. Í einni stúkunni særðist einn áhorfandi alvarlega, en einn lést og þrír slösuðust í árásinni með Trump meðtöldum. Á þaki húss, sem hefur verið á hægri hönd Trumps, er talið að maður að nafni Thomas Matthew Crooks hafi hleypt af um það bil sex skotum. Eitt þeirra er sagt hafa hæft eyra Trumps. Þetta þak er táknað með rauðum punkti á myndinni, en myndefni frá vettvangi sýnir lík hans uppi á umræddu þaki. Á öðru þaki, á hlöðu fyrir aftan Trump, voru skyttur bandarísku leyniþjónustunnar. Eftir að árásarmaðurinn skaut að Trump skaut skytta árásarmanninn sem lést vegna þess. Trump hlaut minni háttar meiðsli á eyra og hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“