Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 07:38 Trump segir að skot hafi hæft sig í eyrað. Getty Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur. Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira